Spennandi lokamót Meistaradeildar

04.04.2017
Árni Björn og Skíma / meistaradeild.is

Síðasta mót Meistaradeildar í hestaíþróttum verður haldið 7. apríl í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Keppt verður í tölti og skeiði í gegnum höllina en keppnin hefst kl. 19:00.

Í fyrra var það Árni Björn Pálsson sem sigraði töltið á Skímu frá Kvistum og Bjarni Bjarnason sigraði flugskeiðið á Heru frá Þóroddsstöðum. Það er mikil spenna í einstaklingskeppninni en mjótt er á munum á efstu keppendum. 

Ekki missa af lokakvöldinu og sjá hver verður Meistarinn árið 2017 en hægt er að nálgast miða í Ástund, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi.