Sprettur hlaut æskulýðsbikar LH á formannafundi

06.11.2015
Mynd: Jóhanna Gunnarsdóttir

Æskulýðsbikar LH er veittur á hverju ári, ýmist á formannafundi eða landsþingi. Það var Sprettur sem hlaut bikarinn í ár.

Það er æskulýðsnefnd LH sem velur það félag sem hlýtur bikarinn ár hvert. Valið byggist á starfi æskulýðsnefnda félaganna og þeim skýrslum sem bera starfinu vitni, en nefndirnar senda inn skýrslur sínar í október á hverju ári. 

Hestamannafélagið Sprettur er vel að þessari viðurkenningu komið. Starfið var fjölbreytt, mikið og ýmsar nýjungar krydduðu frábæra dagskrá æskulýðsnefndarinnar í félaginu. 

Til hamingju Sprettarar!

Hér fyrir neðan má sjá handhafa æskulýðsbikarsins frá upphafi:

2015 - Sprettur
2014 - Fákur
2013 - Sindri
2012 - Sleipnir
2011 - Hörður
2010 - Logi
2009 - Dreyri
2008 - Þytur
2007 - Máni
2006 - Léttir
2005 - Andvari
2004 - Blær
2003 - Fákur
2002 - Smári
2001 - Máni
2000 - Freyfaxi
1999 - Hörður
1998 - Sörli
1997 - Gustur
1996 - Léttir