Spurningamerki í B úrslitum í tölti

06.08.2009
Haukur Tryggvason er í ellefta sæti í tölti eftir forkeppni. Ljósm:JE
Jens Einarsson: Enginn íslenskur kepppandi er í B úrslitum í tölti. Þó er líklegt að einhver dragi sig út úr úrslitunum. Til dæmis Lena Trappe ef allt gengur upp í fjórgangi, þar sem hún þykir líkleg í toppbaráttuna. Þá er næstur inn Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelhof, sem fékk 6,80 í forkeppni og ellefta sætið. Og þarnæstur Þórarinn Eymundsson á Krafti með 6,73. Jens Einarsson: Enginn íslenskur kepppandi er í B úrslitum í tölti. Þó er líklegt að einhver dragi sig út úr úrslitunum. Til dæmis Lena Trappe ef allt gengur upp í fjórgangi, þar sem hún þykir líkleg í toppbaráttuna. Þá er næstur inn Haukur Tryggvason á Baltasar frá Freyelhof, sem fékk 6,80 í forkeppni og ellefta sætið. Og þarnæstur Þórarinn Eymundsson á Krafti með 6,73.

Einn keppandi í B úrslitum átti verulega góða sýningu í forkeppni. Það er norska stúlkan Anne Stine Haugen á Muna frá Kvistum, Aronssyni frá Strandarhöfði. Anne fékk 6,83 í einkunn, sem að flestra mati var mjög sparlegt. Hér er á ferðinni mjög efnilegur reiðmaður. Hesturinn var í senn slakur og fjaðurmagnaður. Taumhaldið létt. Verður spennandi að sjá hvernig þau koma fyrir í úrslitum. Sem eru í raun talsvert ólík forkeppninni. Sumir hestar og knapar njóta sín best í úrslitum, aðrir í forkeppni. Spennandi keppni framundan.