Stangast tungubogi á við dýraverndarlög?

29.04.2014
Mynd: Jens Einars
Hestamenn verða að axla ábyrgð! Opinn fundur um niðurstöður rannsóknar á áverkum á munni keppnis- og kynbótahrossum, verður haldinn í nýrri reiðhöll Spretts miðvikudaginn 30.apríl n.k. og hefst hann kl. 19:00.

Hestamenn verða að axla ábyrgð! 

Opinn fundur um niðurstöður rannsóknar á áverkum á munni keppnis- og kynbótahrossum, verður haldinn í nýrri reiðhöll Spretts miðvikudaginn 30.apríl n.k. og hefst hann kl. 19:00. Frummælendur á fundinum verða þau Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma, Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir og Þorvaldur Kristjánsson kennari við LbhÍ.

Stjórnir LH, FHB og FT hvetja hestamenn til að mæta og taka þátt í umræðum um þetta mikilvæga málefni er varðar velferð íslenska hestsins.

LH
FHB
FT