Auglýst er eftir starfsmanni útbreiðslu og kynningarmála LH

09.02.2023

Auglýst er eftir starfsmanni útbreiðslu og kynningarmála LH.

Starf útbreiðslu og kynningarmála Landssambands hestamannafélaga er nýtt stöðugildi á skrifstofu LH. Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi í 60% starfshlutfall. Í starfinu felst meðal annars að halda utan um kynningarmál og fjölmiðlasamskipti LH.

Helstu verkefni

  • Er starfsmaður átakshóps LH um útbreiðslu, kynningu, ásýnd og nýliðun í hestamennsku
  • Nýliðunar- og útbreiðslumál hestaíþrótta á Íslandi
  • Kynningarmál LH
  • Fjölmiðlasamskipti
  • Umsjón með vefsíðu og samfélagsmiðlum
  • Stýrir skipulagningu og umgjörð viðburða á vegum LH
  • Tekur sæti í verkefnastjórn Horses of Iceland fyrir hönd LH
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur

  • Áhugi og góð þekking á hestamennsku
  • Háskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af samskipta- og kynningarmálum
  • Reynsla af fjölmiðlasamskiptum
  • Reynsla af viðburðastjórnun
  • Önnur reynsla sem nýtist í starfi
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og skipulagshæfni
  • Jákvætt hugarfar
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð skilyrði
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og gott vald á rituðu máli

Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar. Umsókn ásamt ítarlegri ferilskrá og kynningarbréfi berist til berglind@lhhestar.is, æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar veitir Berglind Karlsdóttir framkvæmdastjóri LH, berglind@lhhestar.is.