Starf yfirþjálfara hestaíþrótta

27.09.2007
Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði auglýsir starf yfirþjálfara hestaíþrótta til umsóknar. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 10. desember.Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði auglýsir starf yfirþjálfara hestaíþrótta til umsóknar. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 10. desember.

Hestamannafélagið Sörli í Hafnarfirði auglýsir starf yfirþjálfara hestaíþrótta til umsóknar. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 10. desember.

 

Starfið
Yfirþjálfari félagsins skipuleggur fræðslu og þjálfun allra aldursflokka í samstarfi við stjórn og nefndir félagsins. Áhersla verður lögð á uppbyggingu og þróun íþróttaþjálfunar æskulýðs. Starfið er nýtt og starfsmaður mun hafa mikil áhrif á mótun þess. Hann mun taka ríkan þátt í stefnumótun félagsins. Til daglegra starfa heyra bók- og verkleg þjálfun, uppsetning fræðsludagskrár, námskeiða, samskipti við gestaþjálfara, fyrirlestrahald o.fl. Starfið er hlutastarf.


Umsækjandi
Starf yfirþjálfara Sörla hentar einstaklingi með brennandi áhuga á þjálfun og fræðslu á sviði hestamennsku. Framsýni, metnaður, hugmyndaauðgi ásamt skipulags- og samstarfs-hæfileikum eru nauðsynlegir kostir til að móta þetta nýja starf.

Yfirþjálfari skal vera menntaður reiðkennari.

Félagið
Hestamannafélagið Sörli er í Hafnarfirði og er næst stærsta hestamannafélag landsins. Á athafnasvæði félagsins eru góðar reiðleiðir, tveir hringvellir, 300 m hlaupabraut, reiðskemma og félagsheimili. Metnaður félagsins er að vera í fremstu röð í íþrótta- og æskulýðsstarfi á sviði hestamennsku.

Skriflega umsókn ásamt ferilskrá skal senda fyrir 10. desember á heimilisfangið:

Hestamannafélagið Sörli
Pósthólf 65
222 Hafnarfjörður

Einnig má senda umsókn á netfangið sorli@sorli.is. Upplýsinga má leita í síma 5652919.

Stjórn Hestamannafélagsins Sörla