Sterk hross frá Ketilsstöðum á Allra sterkustu

18.03.2016
Elin Holst og Frami / hestafrettir.is

Eins og flestir hestamenn þekkja hafa í gegnum tíðina komið sterk hross úr ræktun þeirra Bergs Jónssonar og Olil Amble á Ketilsstöðum og Syðri-Gegnishólum. Bergur mun mæta með hina knáu hryssu Kötlu frá Ketilsstöðum á Allra sterkustu um aðra helgi. Þau hafa vakið verðskuldaða athygli í sterkum keppnum síðustu misserin og verður gaman að sjá þau spreyta sig í Samskipahöllinni. 

Frá sama stað kemur Elín Holst með Frama frá Ketilsstöðum en þau eru búin að gera góða hluti í fjórgangi og tölti bæði á innanhúsmótum og utanhúss á síðustu mótum. 

Við munum kynna fleiri sterka knapa og hesta á næstu dögum, þ.á.m Sigurð Sigurðarson, Jakob Svavar Sigurðsson, Helgu Unu Björnsdóttur, Sigurodd Pétursson, Sigurbjörn Bárðarson og Hans Þór Hilmarsson svo einhverjir séu nefndir. 

Miðasala fer fram í verslunum Baldvins og Þorvaldar Selfossi, Líflandi Lynghálsi og Top Reiter Ögurhvarfi.