Stjórn LH mælist gegn skeiðkeppni í gegnum höll

16.03.2022

Stjórn LH beinir þeim tilmælum til mótshaldara að keppni í flugskeiði sé haldin utan húss þar sem hægt er að koma því við. Ef keppni í flugskeiði er haldin innan húss verði tryggt að aðstæður séu í samræmi við lög og reglur LH, niðurhægingarkafli sé nægilega langur og flóttaleið greið.

Mótshöldurum er bent á að þeir geta leitað álits og ráðgjafar hjá mannvirkjanefnd LH sem hefur það hlutverk að taka út keppnissvæði meðal annars m.t.t. öryggis keppenda.