Stjórnin fundar á Vesturlandi

09.02.2012
Næstkomandi laugardag boðar stjórn LH til fundar með hestamönnum á Vesturlandi. Verður fundurinn haldinn í hesthúsinu í Hrísdal á Snæfellsnesi og byrjar kl. 16 með ávarpi formanns LH, Haraldar Þórarinssonar. Næstkomandi laugardag boðar stjórn LH til fundar með hestamönnum á Vesturlandi. Verður fundurinn haldinn í hesthúsinu í Hrísdal á Snæfellsnesi og byrjar kl. 16 með ávarpi formanns LH, Haraldar Þórarinssonar.

Gefst mönnum kostur á að ræða málefni sem brenna á hestamönnum við stjórn LH, auk þess að hittast, kíkja á hrossin og spjalla saman. 

Verða léttar veitingar í boði.  Ágætt væri að vita um hugsanlegan fjölda. Megið senda tölvupóst á hrisdalur@hrisdalur.is
 
Svo skemmtilega vill til að hestamannafélagið Skuggi verður á ferðinni um Snæfellsnesið og hafði verið gert ráð fyrir heimsókn í Hrísdal.  Var ákveðið að slá heimsókninni og fundinum saman því má búast við góðri mætingu Skuggamanna og væri gaman að sjá sem flesta.
 
Kveðja Stjórnin