Stóðhestadagur í Rangárhöllinni 2010

14.01.2010
Frá Stóðhestadeginum 2009. Ljósmyndari Kolbrún Grétarsdóttir.
Stóðhestadagur verður haldinn í Rangárhöllinni á Hellu öðru sinni laugardaginn 3. apríl nk. og rétt fyrir áhugasama hrossaræktendur að taka daginn strax frá! Dagurinn var haldinn í fyrsta skipti í fyrra og tókst gríðarlega vel, en þá kom fram fjöldi stóðhesta auk heiðurshestsins Kraflars frá Miðsitju sem þar sást í reið í síðasta sinn. Stóðhestadagur verður haldinn í Rangárhöllinni á Hellu öðru sinni laugardaginn 3. apríl nk. og rétt fyrir áhugasama hrossaræktendur að taka daginn strax frá! Dagurinn var haldinn í fyrsta skipti í fyrra og tókst gríðarlega vel, en þá kom fram fjöldi stóðhesta auk heiðurshestsins Kraflars frá Miðsitju sem þar sást í reið í síðasta sinn. Alls komast 28 stóðhestar að á sýningunni og geta áhugasamir sent tölvupóst á Magnús Benediktsson á netfangið maggiben@gmail.com til að panta pláss. Skráning á hvern hest kostar kr. 30.000 + vsk og er innifalið í því sýningartími, tveir aðgöngumiðar, stía í stóðhestahúsi, heilsíða í stóðhestablaði sem fylgir sýningunni og möguleiki á dreifingu kynningarefnis í anddyri reiðhallarinnar. Sýnendum er alveg frjálst hvernig þeir sýna stóðhestana, með eða án afkvæma osfrv. Að hafa formið frjálst býður upp á fjölbreytni og skemmtun eins og gestir sýningarinnar í fyrra muna.
Sýningin mun öll verða tekin upp og send út á internetinu þannig að um frábært kynningar tækifæri er að ræða fyrir stóðhestseigendur. Einnig er hægt að kaupa hálfsíðu auglýsingar í blaðinu eingöngu á kr. 15.000 + vsk.  Skipulagning stóðhestadagsins er komin á fulla ferð og eru áhugasamir stóðhestseigendur hvattir til að hafa samband sem fyrst.