Stóðhestapotturinn glæsilegur

12.04.2017
Organisti frá Horni. LM2016 / hestafrettir.is

Um sjötíu folatollar undir glæsilega stóðhesta eru komnir í pottinn á „Þeir allra sterkustu“ í Samskipahöllinni um helgina. Hver folatollur kostar aðeins kr. 30.000 og dregur kaupandinn sér umslag og fær þá að vita undir hvaða stólpagrip hann hefur hlotið folatoll á ótrúlegu verði!

Eigendur/forráðamenn þessara gæðinga styðja ómetanlega við bakið á íslenska landsliðinu í hestaíþróttum sem fer á HM í Hollandi í ágúst. Þeim ber að þakka stuðninginn og skilninginn á því umfangsmikla verkefni sem HM er sannarlega og er LH sannkallaður heiður að þessu samstarfi.

Landsliðsnefndin og afrekshópur LH munu selja happdrættismiða á staðnum og þar er heldur betur hægt að vinna glæsilega hluti:
1. Folatoll undir Óm frá Kvistum
2. Hnakkinn Eques Sella Plus frá Líflandi
3. 65“ LG sjónvarp frá ELKO
Gjafabréf frá Úrval Útsýn
Alvöru hjólbörur frá PON
Vikupassa á LM2018
iittala vasa frá Ásbirni Ólafssyni
Hreinsisett frá Ásbirni Ólafssyni

Miðasalan er í fullum gangi í Líflandi Lynghálsi, Borgarnesi og á Hvolsvelli, hjá Baldvini og Þorvaldi á Selfossi og í Top Reiter Ögurhvarfi.

Hér má sjá heildarlista stóðhestanna í pottinum:
Arður frá Brautarholti
Arður frá Brautarholti
Pistill frá Litlu -Brekku
Gangster frá Árgerði
Háfeti frá Hákoti
Atlas frá Hjallanesi
Draupnir frá Stuðlum
Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum
Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum
Ljósálfur frá Syðri-Gegnishólum
Álfakelttur frá Syðri-Gegnishólum
Organisti frá Horni
Héðinn Skúli Oddhóli
Forkur frá Breiðabólsstað
Viti frá Kagaðarhóli
Goði frá Bjarnarhöfn
Lukku Láki frá Stóra Vatnsskarði
Máfur frá Kjarri
Barði frá Laugabökkum
Glaður frá Prestbakka
Trausti frá Þóroddsstöðum
Hængur frá Bergi
Fróði frá Staðartungu
Frami frá Ketilsstöðum
Óskahringur frá Miðási
Valgarð frá Kirkjubæ
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum
Boði frá Breiðholti, Gbr.
Hákon frá Ragnheiðarstöðum
Eldjárn frá Tjaldhólum
Andri frá Vatnsleysu
Sjálfur frá Austurkoti
Hringur frá Gunnarsstöðum
Álvar frá Hrygg
Hrynur frá Hrísdal
Hrannar frá Austurkoti
Kiljan frá Steinnesi
Klængur frá Skálakoti
Ópall frá Miðási
Örvar frá Gljúfri
Kvistur frá Skagaströnd
Prins frá Skipanesi
Sólon frá Skáney
Steggur frá Hrísdal
Meitill frá Skipaskaga
Hildingur frá Bergi
Sæmundur frá Vesturkoti
Þristur frá Feti
Leikur frá Vesturkoti
Dofri frá Steinnesi
Sörli frá Vesturkoti
Sirkus frá Garðshorni
Flaumur frá Sólvangi
Askur frá Akranesi
Finnur frá Eyri
Svaki frá Miðsitju
Blær frá Torfunesi
Grunur frá Oddhól
Baldur frá Báru
Eldur frá Torfunesi
Lexus frá Vatnsleysu
Gammur frá Steinnesi
Póstur frá Litla-Dal
Stormur frá Leirulæk
Erill frá Einhamri