Stóðhestaveisla Meistaradeildar VÍS á Ármóti

15.04.2009
Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, verður keppt í 150m skeiði og gæðingaskeiði í Meistaradeild VÍS. Að þessu sinni fer keppni fram í Ármóti. Samhliða mótinu verður stóðhestakynning. Á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl, verður keppt í 150m skeiði og gæðingaskeiði í Meistaradeild VÍS. Að þessu sinni fer keppni fram í Ármóti. Samhliða mótinu verður stóðhestakynning.

Á stóðhestakynningunni verða sýndir 10 hátt dæmdir stóðhestar og 10 yngri ósýndir stóðhestar. Jafnframt munu happdrættisstóðhestarnir eða afkvæmi þeirra koma fram.

Þeir stóðhestaeigiendur sem hafa áhuga á að kynna hesta sína geta sent tölvupóst á póstfangið info@meistaradeildvis.is eða haft samband við Hafliða Halldórsson í síma 896 3636.


Kveðja,
Meistaradeild VÍS