Stóðhestavelta landsliðsins - 100 ofurhestar

02.05.2023
Hersir frá Húsavík og Teitur Árnason

Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu - leiðin að gullinu, verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu stóðhesta til leiks:

Gandi frá Rauðalæk 8,72
Gandi hefur hlotið fyrir sköpulag hvorki meira né minna en 8,84, þar af 9,5 fyrir samræmi og 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend og hófa. Fyrir hæfileika hefur Gandi hlotið 8,65, þar af 9,0 fyrir brokk og fegurð í reið og 8,5 fyrir alla aðra þætti hæfileikadóms. Myndband af Ganda

Álmur frá Reykjavöllum 8,46
Álmur hefur hlotið fyrir sköpulag 8,56, þar af 9 fyrir samræmi og prúðleika, og 8,46 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir skeið og samstarfsvilja. Myndband af Álmi

Hersir frá Húsavík 8,51
Hersir hefur hlotið í kynbótadómi 9.5 fyrir háls/herðar/bóga, fegurð í reið og brokk. Hersir er með 8.82 fyrir sköpulag og 8.34 fyrir hæfileika (8.95 án skeiðs) sem klárhestur sem gerir í aðaleinkunn 8.51. Hersir var þriðji hæst dæmdi klárhestur Landsmóts síðastliðið sumar. Myndband af Hersi

Hjartasteinn frá Hrístjörn 8,29
Hjartasteinn hefur hlotið fyrir sköpulag 8,09, þar af 9,5 fyrir prúðleika.Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,40, þar af 9,5 fyrir tölt, greitt stökk, hægt stökk, og samstarfsvilja. Myndband af Hjartasteini

Ölur frá Reykjavöllum 8,37
Ölur hefur hlotið fyrir sköpulag 8,37, þar af 9 fyrir prúðleika, og 8,36 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir hægt tölt og 8,5 fyrir alla aðra þætti hæfileikdóms nema fet. Myndband af Öli

Hjaltalín frá Sumarliðabæ 2 – 8,12
Hjaltalín hefur hlotið fyrir sköpulag 8,30, þar af 9,0 fyrir prúðleika, og 8,02 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið. 

Sindri frá Lækjamóti II 8,52
Sindri hefur hlotið fyrir sköpulag  hvorki meira né minna en 8,82, þar af 10,0 fyrir prúðleika, 9,5 fyrir bak og lend og fótagerð og 9,0 fyrir hófa.  Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,35, þar af 8,5 fyrir tölt, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og fet. Myndband af Sindra

Goðasteinn frá Haukagili Hvítársíðu 8,33
Goðasteinn hefur hlotið í kynbótadómi 8,16 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir fótagerð og hófa og fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,42, þar af 9,0 fyrir samstarfsvilja og 8,5 fyrir tölt, brokk, skeið, fet og hægt tölt. Myndband af Goðasteini

Jökull frá Breiðholti í Flóa 8,81
Jökull hefur hlotið fyrir sköpulag 8,75, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, fótagerð og réttleika, og fyrir hæfileika 8,84, þar af 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt, skeið, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Jökli

Skarpur frá Kýrholti 8,63
Skarpur hefur hlotið fyrir sköpulag 8,61, þar af 9,0 fyrir bak og lend, samræmi og hófa. Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,64, þar af 9,5 fyrir tölt, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt og 9,0 fyrir brokk, greitt stökk, hægt stökk og fet. Myndband af Skarpi

Borgfjörð frá Morastöðum 8,24
Borgfjörð hefur hlotið fyrir sköpulag 8,33, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi og prúðleika og fyrir hæfileika 8,18, þar af  9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt stökk. Myndband af Borgfjörð

Höfði frá Bergi 8,18
Höfði hefur hlotið 8,16 fyrir sköpulag, þar af 8,5 fyrir höfuð, háls/herðar/bóga, bak og lend og hóf.  Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,19, þar af 8,5 fyrir brokk, skeið, greitt stökk og samstarfsvilja. Myndband af Höfða

Magni frá Ríp 8,39
Magni hefur hlotið fyrir sköpulag 8,21, þar af 9,0 fyrir hófa og fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,48, þar af  9,0 fyrir tölt,  og 8,5 fyrir brokk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. 

Kaspar frá Steinnesi 8,31
Kaspar hefur hlotið 8,24 fyrir sköpulag, þar af 8,5 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, samræmi og hófa.  Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,35, þar af 9,0 fyrir samstarfsvilja, 8,5 fyrir brokk, skeið, greitt stökk og fegurð í reið. Myndband af Kaspar

Djarfur frá Flatatungu 8,39
Djarfur hefur hlotið fyrir sköpulag 8,08 og fyrir hæfileika 8,55, þar af 9,5 fyrir fet og  9,0 fyrir skeið og samstarfsvilja. Djarfur var í úrslitum í fimmgangi í ungmennaflokki á íslandsmóti 2022. Myndband af Djarfi

Gustur frá Stóra-Vatnsskarði 8,25
Gustur hefur hlotið fyrir sköpulag 8,39, þar af 9,0 fyrir höfuð og hófa og fyrir hæfileika 8,17, þar af 8,5 fyrir tölt, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.