Stóðhestavelta á Allra sterkustu

10.03.2016

 

Stóðhestaveltan sem haldin var á Allra sterkustu í fyrra vakti gríðarlega lukku. Við endurtökum leikinn í ár og verðum með glæsilegan pott af tollum undir heiðursverðlauna, fyrstu verðlauna og stórefnilega unghesta. Hver tollur kostar litlar 25 þúsund krónur!

Við viljum nota tækifærið og þakka kærlega fyrir þá tolla sem við höfum verið styrkt með.

Nú þegar eru komnir fjöldinn allur af flottum tollum, þeirra á meðal eru:

Arður frá Brautarholti

Gaumur frá Auðsholtshjáleigu

Sær frá Bakkakoti

Ölnir frá Akranesi

 

 Ekki láta þig vanta á Allra sterkustu!