Stóðhestavelta landsliðs Íslands í hestaíþróttum

09.05.2024

Afreksstarfi LH er að miklu leiti haldið uppi af velvild einstaklinga og fyrirtækja í formi styrkja. Stóðhestaeigendur sem gefa tolla í stóðhestaveltu landsliðsins eru þannig einn mikilvægasti bakhjarl landsliðs Íslands í hestaíþróttum, U21 landsliðsins og Hæfileikamótunar LH.

Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Við kynnum fyrstu hestana til leiks:

Sindri frá Hjarðartúni 8,99

Sindri frá Hjarðartúni er með hæstu hæfileikaeinkunn sem gefin hefur verið. Hann er með 9,38 fyrir hæfileika, þar af 10,0 fyrir brokk, skeið og samstarfsvilja, 9,5 fyrir tölt, og fegurð í reið og 9,0 hægt tölt.

Hylur frá Flagbjarnarholti 8,68

Hylur frá Flagbjarnarholti hlaut hæsta byggingadóm sem gefinn hefur verið í heiminum, 9,09, þar af 9,5 fyrir samræmi, fótagerð og prúðleika. Hann hefur einnig hlotið frábæran hæfileikadóm, þar af 9,5 fyrir brokk, stökk og samstarfsvilja og 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið.

Rauðskeggur frá Kjarnholtum 8,87

Rauðskeggur frá Kjarnholtum hefur hlotið í kynbótadómi 8,76 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, samræmi og hófa, og 8,92 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir skeið og samstarfsvilja, og 9 fyrir tölt, greitt stökk, fegurð í reið og hægt tölt.

Lexus frá Vatnsleysu 8,15

Lexus frá Vatnsleysu hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið og bak og lend.
Hæst dæmda afkvæmi hans er Lydía frá Eystri-Hól með 8,67 í aðaleinkunn.

Muninn frá Litla-Garði 8,42

Muninn hefur hlotið 8,52 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi, fótagerð og prúðleika og 8,38 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir tölt, skeið, samstarfsvilja, fegurð í reið og fet.

Atlas frá Hjallanesi 8,76

Atlas frá Hjallanesi er annað hæst dæmda afkvæmi Spuna frá Vesturkoti og hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið og hægt tölt og 9,5 fyrir stökk.
Hann hefur einnig átt farsælan keppnisferil.

Agnar frá Margrétarhofi 8,37

Agnar hefur hlotið 8,46 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir fótagerð, og 8,32 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt og 8,5 fyrir greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Arður frá Brautarholti 8,49

Arður frá Brautarholti hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Sleipnisbikarinn á landsmóti 2016. Undan honum eru mörg þekkt keppnis- og kynbótahross.

Kolgrímur frá Breiðholti, Gbr. 8,43

Kolgrímur hefur hlotið í kynbótadómi 8,67 fyrir sköpulag og 8,29 fyrir hæfileika. Hann er með í byggingadómi 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi og hófa, og í hæfileikadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Sigur frá Stóra-Vantsskarði 8,29

Sigur frá Stóra-Vatnsskarði er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Sigur var í úrslitum í B-flokki gæðinga á Landsmóti 2022.