Stóðhestavelta landsliðsins

24.04.2023
Vigri frá Bæ

Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu - leiðin að gullinu, verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Vökull frá Efri-Brú 8,37
Vökull hefur átt farsælan keppnisferil og hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, hægt stökk og samræmi. Myndband af Vökli

Sigur frá Stóra-Vatnsskarði 8,29
Sigur er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Sigur var í úrslitum í B-flokki gæðinga á Landsmóti 2022. Myndband af Sigri

Rosi frá Berglandi 8,48
Rosi hefur átt farsælan keppnisferil. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,60 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir brokk, skeið og samstarfsvilja. Myndband af Rosa

Kastor frá Garðshorni á Þelamörk 8,48
Kastor er hátt dæmdur hestur sem á framtíðina fyrir sér. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 10 fyrir skeið, 9,5 fyrir samstarfsvilja og 9 fyrir tölt og bak og lend. Myndband af Kastor

Þinur frá Enni 8,34
Þinur er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur, hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir stökk, 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, fótagerð, hófa og prúðleika.

Aðalsteinn frá Íbishóli 8,47
Aðalsteinn hefur hlotið í kynbótadómi 8,66 í hæfileikaeinkunn, þar af 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag. Myndband af Aðalsteini

Adrían frá Garðshorni á Þelamörk 8,63
Adrían stóð efstur fimm vetra stóðhesta á LM 2018. Hann var sýndur án skeiðs í dómi 2019 þar sem hann hlaut 4 x 9,5 (fyrir tölt, vilji/geðslag, fegurð í reið og hófar) og 3 x 9 (fyrir frampart, bak/lend og samræmi). Hann er sigurvegari B-flokks á Fjórðungsmóti Vesturlands 2021. Adrían er sterkættaður, báðir foreldrar hafa hlotið heiðursverðlaun fyrir afkvæmi, og lundin einstaklega góð. Á Landsmóti 2022 átti Adrían tvö afkvæmi í efstu sætum í flokki 4ra vetra hrossa. Myndband af Adrían

Þytur frá Skáney 8,49
Þytur er með 9 fyrir tölt, stökk, bak og lend, samræmi, hófa og prúðleika í kynbótadómi. Hann er farsæll keppnishestur bæði í barnaflokki og fullorðinsflokki. Myndband af Þyt

Drangur frá Steinnesi 8,44
Drangur er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,73 fyrir byggingu og 8,28 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, samræmi, fótagerð og hófa. Myndband af Drangi

Vigri frá Bæ 8,59
Vigri er ungur og efnilegur kynbótahestur af frábærum ættum. Hann hefur hlotið í hæfileikadóm 8,59 þar af 9,5 hægt tölt, 9 fyrir tölt og fegurð í reið, og í byggingadóm 8,58, þar af 9,5 fyrir hófa og 9,0 fyrir samræmi. Myndband af Vigra