Stóðhestavelta landsliðsins - 10 frábærir gæðingar

27.04.2021
Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga

Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í Samskipahöllinni í Spretti laugardagskvöldið 1. maí.

Stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu um 100 folatolla. LH þakkar stuðningnn.

Miðsala í stóðhestaveltuna hefst kl. 12.00 föstudaginn 30. apríl í vefverslun LH. Miðaverð er 45.000 kr., girðingagjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Sindri frá Hjarðartúni
Sindri hlaut 8,75 fyrir hæfileika fimm vetra gamall, þar af 9 fyrir tölt, hægt tölt, skeið, samstarfsvilja, og fegurð í reið. Myndband af Sindra

Prins frá Vöðlum
Prins fór í 8,45 í aðaleinkunn í sinni fyrstu sýningu sem er glæsilegt, þá aðeins 5 vetra. Hann náði 8,69 fyrir hæfileika, 9 fyrir tölt, 9 fyrir samstarfsvilja og 9 fyrir fet. Hér er á ferðinni hæfileikaríkur hestur sem er afkomandi hátt dæmdra gæðinga. Myndband af Prins

Korgur frá Garði
Korgur hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið og hefur átt góðu gengi að fagna í A-flokki. Myndband af Korgi

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga
Skugga-Sveinn er með jafnan og góðan kynbótadóm, 8,51 fyrir sköpulag og 8,55 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og hófa. Myndband af Skugga-Sveini

Dropi frá Kirkjubæ 
Dropi er fjölhæfur gæðingur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,80 fyrir hæfileika þar af 9,5 fyrir samstarfsvilja, 9,0 fyrir tölt, brokk og skeið. Hann hefur einnig átt farsælan keppnisferil bæði í íþróttakeppni og gæðingakeppni. Myndband af Dropa

Knár frá Ytra-Vallholti
Knár er með 9,0 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag, fet og samræmi í kynbótadómi og hefur skilað hátt dæmdum afkvæmum. Myndband af Kná

Blæsir frá Hægindi
Blæsir hlaut mjög góðan dóm 4ra vetra gamall, m.a. 9 fyrir tölt, 8,5 fyrir brokk, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Blæsi

Þytur frá Skáney
Þytur er með 9 fyrir tölt, stökk, bak og lend, samræmi, hófa og prúðleika í kynbótadómi. Hann er farsæll keppnishestur í fimmgangi og A-flokki. Myndband af Þyt

Þristur frá Tungu
Þristur hlaut fimm vetra gamall 8,69 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, skeið og samstarfsvilja og 8,5 fyrir brokk, stökk, fegurð í reið, fet og hægt tölt. Myndband af Þristi

Goði frá Bjarnarhöfn
Goði hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir skeið, 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt. Myndband af Goða