Stóðhestavelta landsliðsins - 10 næstu hestar

16.04.2022
Þráinn frá Flagbjarnarholti

Stóðhestavelta landsliðsins er á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í TM-reiðhöllinni í Víðidal á síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 20. apríl nk.  Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst þriðjudaginn 19. apríl í netverslun á vef LH og er miðaverð 50.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Miðasala á Allra sterkustu er í netverslun LH.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Steinar frá Stíghúsi 8,40
Steinar frá Stíghúsi hefur hlotið í kynbótadómi 8,36 fyrir sköpulag, 9 fyrir bak og lend og 8,42 í hæfileikaeinkunn, þar af 7x 8,5. Myndband af Steinari

Þröstur frá Kolsholti 8,37
Þröstur frá Kolsholti er ungur og upprennandi stóðhestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og 9,0 fyrir fegurð í reið. Myndband af Þresti

Álmur frá Reykjavöllum 8,46
Álmur frá Reykjavöllum hefur hlotið fyrir sköpulag 8,56, þar af 9 fyrir samræmi og prúðleika, og 8,46 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir skeið og samstarfsvilja.

Þráinn frá Flagbjarnarholti 8,95
Þráinn er hæst dæmdi hestur fyrr og síðar í kynbótadómi og hefur auk þess staðið sig mjög vel í keppni. Fyrir sköpulag hefur hann hlotið 8,70 og fyrir hæfileika 9,11. Myndband af Þráni

Djarfur frá Flatatungu 8,39
Djarfur frá Flatatungu hefur hlotið fyrir sköpulag 8,08 og 8,55 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir fet og 9 fyrir skeið og samstarfsvilja.

Özur frá Ásmundarstöðum 8,35
Özur hefur hlotið í kynbótadómi 8,38 fyrir sköpulag og 8,33 í hæfileikaeinkunn, þar af 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt.

Drangur frá Steinnesi 8,33
Drangur frá Steinnesi er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,41 fyrir byggingu og 8,28 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt og hófa. Myndband af Drangi

Dagur frá Austurási 8,35
Dagur frá Austurási er ungur hestur sem á framtíðina fyrir sér. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,44 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir réttleika og hófa og 8,31 fyrir hæfileika.

Vonandi frá Halakoti 8,49
Vonandi frá Halakoti hefur hlotið fyrir hæfileika 8,31 þar af 9,5 fyrir tölt og og 9,0 fyrir hægt tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið og í byggingadóm 8,31 þar af 9,0 fyrir bak og lend. Myndband af Vonanda

Kunningi frá Hofi 8,44
Kunningi frá Hofi hefur hlotið fyrir sköpulag 8,35, þar af 9,5 fyrir hófa, og 8,49 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt og skeið. Myndband af Kunningja