Stóðhestavelta landsliðsins

10.05.2024
Tumi frá Jarðbrú
Tumi frá Jarðbrú

Afreksstarfi LH er að miklu leiti haldið uppi af velvild einstaklinga og fyrirtækja í formi styrkja. Stóðhestaeigendur sem gefa tolla í stóðhestaveltu landsliðsins eru þannig einn mikilvægasti bakhjarl landsliðs Íslands í hestaíþróttum, U21 landsliðsins og Hæfileikamótunar LH.

Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu hesta til leiks:

Tumi frá Jarðbrú 8,61
Tumi frá Jarðbrú hefur hlotið í kynbótadómi fyrir sköpulag 8,56 og fyrir hæfileika 8,63, þar af 9 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og bak og lend. Tumi varð í öðru sæti í B-flokki gæðinga á Landsmóti 2022.

Kolskeggur frá Kjarnholtum I 8,86
Kolskeggur frá Kjarnholtum er sigurvegari A-flokks á Landsmóti 2022. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,86 þar af 8,74 fyrir sköpulag, og 8,94 fyrir hæfileika, 9,5 fyrir skeið samræmi og höfuð og 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið, háls/herðar/bóga og bak og lend.

Pensill frá Hvolsvelli 8,55
Pensill frá Hvolsvelli er undan hinni þekktu keppnishryssu Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli og er þegar farinn að skila frábærum afkvæmum. Hann hefur hlotið 8,98 fyrir byggingu og 8,32 fyrir hæfileika, 10,0 fyrir prúðleika, 9,5 fyrir bak og lend og samræmi og 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Frosti frá Hjarðartúni 8,21
Frosti er ungur og efnilegur stóðhestur, hann hefur hlotið fyrir sköpulag 8,31, þar af 9 fyrir prúðleika, og 8,15 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir skeið, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt.

Þinur frá Enni 8,34
Þinur frá Enni er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur og hefur átt eftirminnilegar sýningar með kornungum knapa sínum. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,48 fyrir sköpulag og 8,24 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir stökk, 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, fótagerð, hófa og prúðleika.

Rammi frá Búlandi 8,18
Rammi frá Búlandi átti farsælan keppnisferil í a-flokki og fimmgangi. Hann á fjöldann allan af hátt dæmdum afkvæmum og afkvæmum í keppni. Hann hlaut í kynbótadómi 9,0 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið.

Gangster frá Árgerði 8,63
Gangster frá Árgerði hefur átt farsælan keppnisferil, var m.a. í úrslitum í A-flokki á landsmóti 2014. Í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið, fet og prúðleika.

Ljósvaki frá Valstrýtu 8,54
Ljósvaki frá Valstrýtu hefur hlotið 10,0 fyrir tölt og stökk, 9,5 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið og 9,0 fyrir fet, hægt tölt og hægt stökk í kynbótadómi. Hann hefur einnig hlotið 9,0 í B-flokki gæðinga. Ljósvaki vann b-flokk á Landsmóti 2022.

Valíant frá Garðshorni á Þelamörk 8,42
Valíant stóð efstur 4ra vetra stóðhesta á LM 2022. Hann hefur hlotið fyrir sköpulag 8,61, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi, og 8,31 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir tölt, skeið, samstarfsvilja, fegurð í reið og fet.

Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga 8,54
Skugga-Sveinn frá Þjóðólfshaga er með jafnan og góðan kynbótadóm, 8,51 fyrir sköpulag og 8,55 fyrir byggingu, þar af 9 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og hófa.