Stóðhestavelta landsliðsins

16.05.2024
Sólfaxi frá Herríðarhóli

Afreksstarfi LH er að miklu leiti haldið uppi af velvild einstaklinga og fyrirtækja í formi styrkja. Stóðhestaeigendur sem gefa tolla í stóðhestaveltu landsliðsins eru þannig einn mikilvægasti bakhjarl landsliðs Íslands í hestaíþróttum, U21 landsliðsins og Hæfileikamótunar LH. LH þakkar stóðhestaeigendum ómetanlegan stuðning.

Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Sólfaxi frá Herríðarhóli 8,51
Sólfaxi hefur hlotið í kynbótadómi 8,69 fyrir sköpulag þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, 9,0 fyrir bak og lend og samræmi, og 8,41 fyrir hæfileika þar af 10,0 fyrir tölt og hægt tölt, 9,5 fyrir samstarfsvilja og fegurð í reið.

Þór frá Torfunesi 8,80
Þór frá Torfunesi var annar í flokki fimm vetra stóðhesta á landsmóti 2018. Hann er einn af hæst dæmdu stóðhestum heim en hann hefur hlotið fyrir sköpulag 8,76, þar af 9,5 fyrir samræmi og 9,0 fyrir háls/herðar/bóga og bak og lend, fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,83 þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið.

Safír frá Mosfellsbæ 8,51
Safír frá Mosfellsbæ hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir brokk, 9,5 fyrir fegurð í reið og fet og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk, höfuð, háls/herðar/bóga og samræmi. Safír var í úrslitum í b-flokki á landsmóti 2022.

Vökull frá Efri-Brú 8,37
Vökull frá Efri-Brú hefur átt farsælan keppnisferil og hefur hlotið í kynbótadómi 8,50 fyrir sköpulag og 8,28 fyrir hæfileika m.a. 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, hægt stökk og samræmi. Hæst dæmda afkvæmi Vökuls er heimsmeistarinn Salka frá Efri-Brú.

Ljúfur frá Torfunesi 8,49
Ljúfur frá Torfunesi er tvöfaldur landsmótssigurvegari í tölti, 2018 og 2022. Hann hlaut 10,0 fyrir tölt í kynbótadómi og 9,5 fyrir hægt tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið og 9,0 fyrir hægt stökk.

Aðalsteinn frá Íbishóli 8,47
Aðalsteinn frá Íbishóli hefur hlotið í kynbótadómi 8,18 fyrir sköpulag og 8,66 í hæfileikaeinkunn, þar af 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag.

Sparon frá Íbishóli 8,11
Sparon frá Íbishóli hefur hlotið í kynbótadómi 8,32 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir fótagerð og 8,00 í hæfileikaeinkunn, þar af 8,5 fyrir skeið, greitt stökk og samstarfsvilja.

Baldvin frá Margrétarhofi
Baldvin frá Margrétarhofi er undan hinum fræga Kveik frá Stangarlæk og gæðingshryssunni Glettu frá Margrétarhofi. Hann er afar efnilegur og á framtíðina fyrir sér.

Kópur frá Hrafnshóli
Kópur frá Hrafnshóli er undan landsmótssigurvegaranum Gruni frá Oddhóli og gæðingamóðurinni og Ófeigsdótturinni Ósk frá Lækjarbotnum. Hann er afar efnilegur og á framtíðina fyrir sér.