Stóðhestavelta landsliðsins

11.05.2024
Guttormur frá Dallandi

Afreksstarfi LH er að miklu leiti haldið uppi af velvild einstaklinga og fyrirtækja í formi styrkja. Stóðhestaeigendur sem gefa tolla í stóðhestaveltu landsliðsins eru þannig einn mikilvægasti bakhjarl landsliðs Íslands í hestaíþróttum, U21 landsliðsins og Hæfileikamótunar LH.

Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Við kynnum næstu hesta til leiks:

Guttormur frá Dallandi 8,61
Guttormur hefur hlotið 8,44 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir réttleika og hófa og hann hefur hlotið 8,70 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið og samstarfsvilja.

Ölur frá Reykjavöllum 8,37
Ölur frá Reykjavöllum hefur hlotið fyrir sköpulag 8,37, þar af 9 fyrir prúðleika, og 8,36 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir hægt tölt og 8,5 fyrir alla aðra þætti hæfileikdóms nema fet. Ölur hefur jafnframt átt frábæran keppnisárangur í fimmgangi.

Auga-Steinn frá Árbæ 8,27
Auga-Steinn hefur hlotið fyrir sköpulag 8,21 og 8,30 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir fet og 8,5 fyrir tölt, hægt stökk og samstarfsvilja.

Hraunhamar frá Ragnheiðarstöðum 8,38
Hraunhamar hefur hlotið 8,45 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi, og hann hefur hlotið 8,35 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir hægt tölt, brokk, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið.

Útherji frá Blesastöðum 8,32
Útherji frá Blesastöðum er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag í kynbótadómi. Fyrir sköpulag hefur hann m.a. hlotið 9,5 fyrir bak og lend.

Amadeus frá Þjóðólfshaga 8,15
Amadeus hefur hlotið 8,44 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir bak og lend og hófa og hann hefur hlotið 7,99 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt.

Blesi frá Heysholti 8,48
Blesi hefur hlotið fyrstu verðlaun í kynbótadómi. Fyrir byggingu er Blesi með hvorki meira né minna en 8.58 og þar af 10 fyrir prúðleika, 8.5 fyrir háls/herðar og bóga, bak og lend, samræmi, fótagerð, réttleika og 9.0 fyrir hófa. Fyrir hæfileika er Blesi með 8.42, 8.5 fyrir tölt, 9 fyrir skeið með lýsingunni ferðmikið, sterk yfirlína, taktgott, öruggt. Einnig hefur Blesi hlotið 8.5 hægt tölt, greitt stökk og fegurð í reið og 9 fyrir samstarfsvilja.

Hákon frá Ragnheiðarstöðum 7,97 og 1. verðl. f. afkvæmi
Hákon frá Ragnheiðarstöðum hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur gefið mörg hátt dæmd afkvæmi, þar á meðal er Ljósvaki frá Valstrýtu.

Eldur frá Bjarghúsum 8,35
Eldur frá Bjarghúsum er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið í kynbótadómi.

Viskusteinn f Íbishóli 8,32
Viskusteinn hefur hlotið 8,26 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir hófa og hann hefur hlotið 8,35 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, 9,0 brokk, samstarfsvilja og fegurð í reið.