Stóðhestavelta landsliðsins

17.05.2024
Safír frá Mosfellsbæ

Sala í hinni árlegu stóðhestaveltu landsliðsins er hafin í vefverslun LH. Verð á hverjum miða í stóðhestaveltunni er 65.000 kr. og á hverjum miða er einn tollur undir einn af hæst dæmdu stóðhestum landsins, girðinga- eða húsgjald er ekki innifalið.

Afreksstarfi LH er að miklu leiti haldið uppi af velvild einstaklinga og fyrirtækja í formi styrkja. Stóðhestaeigendur sem gefa tolla í stóðhestaveltu landsliðsins eru þannig einn mikilvægasti bakhjarl landsliðs Íslands í hestaíþróttum, U21 landsliðsins og Hæfileikamótunar LH. LH þakkar stóðhestaeigendum ómetanlegan stuðning.

Safír frá Mosfellsbæ 8,51
Safír frá Mosfellsbæ hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir brokk, 9,5 fyrir fegurð í reið og fet og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk, höfuð, háls/herðar/bóga og samræmi. Safír var í úrslitum í b-flokki á landsmóti 2022.

Korgur frá Garði 8,51
Korgur frá Garði hefur hlotið í kynbótadómi 8,16 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir bak og lend og fyrir hæfileika 8,74, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Hann hefur einnig átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni.

Sókrates frá Skáney 8,35
Sókrates hefur hlotið í kynbótadómi 8,72 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir prúðleika, og 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend og samræmi og fyrir hæfileika 8,15, þar af 8,5 fyrir tölt, hægt tölt, skeið, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Hann hefur einnig átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni.

Askur frá Holtsmúla I 8,44
Askur frá Holtsmúla er er með 8,22 fyrir byggingu og 8,55 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir skeið og samstarfsvilja.
Askur hefur einnig náð góðum árangri á keppnisvellinum.

Hlekkur f Saurbæ 8,48
Hlekkur frá Saurbæ hefur átt farsælan keppnisferil í A-flokki, fimmgangi, gæðingaskeiði og tölti. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 8,71 fyrir hæfileika, 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið.

Abel frá Skáney 8,06
Abel frá Skáney hefur hlotið fyrir sköpulag 8,30, þar af 9,0 fyrir hófa og 8,5 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi. Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 7,93, þar af 8,5 fyrir skeið, stökk og samstarfsvilja. Abel hefur einnig átt góðan árangur á keppnisvellinum.

Þytur frá Skáney 8,49
Þytur frá Skáney er með 9 fyrir tölt, stökk, bak og lend, samræmi, hófa og prúðleika í kynbótadómi. Hann er farsæll keppnishestur bæði í barnaflokki og fullorðinsflokki.

Vigri frá Bæ 8,59
Vigri hefur hlotið fyrir sköpulag 8,58, þar af 9,5 fyrir hófa og 9,0 fyrir samræmi, og fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,59, þar af 9,5 fyrir hægt tölt, 9,0 fyrir tölt og fegurð í reið.

Bjarmi frá Litlu-Tungu 2 8,35
Bjarmi hefur hlotið fyrir sköpulag 8,05 og fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,55, þar af 9,0 fyrir skeið og 8,5 fyrir tölt, brokk, stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Bjarmi sigraði í A-flokki á Fjórðungsmóti Austurlands árið 2023 með einkunnina 9,36.

Sindri frá Lækjamóti II 8,52
Sindri hefur hlotið fyrir sköpulag hvorki meira né minna en 8,82, þar af 10,0 fyrir prúðleika, 9,5 fyrir bak og lend og fótagerð og 9,0 fyrir hófa. Fyrir hæfileika hefur hann hlotið 8,35, þar af 8,5 fyrir tölt, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og fet.