Stóðhestavelta landsliðsins - Allra sterkustu

25.04.2023
Kolskeggur frá Kjarnholtum og Sigurður Sigurðarson

Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu - leiðin að gullinu, verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Sólon frá Skáney 8,48
Sólon hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi árið 2011 og er farsæll kynbótahestur. Hæst dæmda afkvæmi hans er Skýr frá Skálakoti. Myndband af Sóloni

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum 8,47
Álfgrímur hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir vilja og geðslag og fet og 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Álfgrímur var í úrslitum í b-flokki gæðinga á Landsmóti 2022. Myndband af Álfgrími

Kolskeggur frá Kjarnholtum 8,86
Kolskeggur hefur hlotið í kynbótadómi 8,74 fyrir sköpulag, þar af 9,5 fyrir höfuð og samræmi, 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend og 8,94 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir skeið og 9 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Kolskeggur er sigurvegari í a-flokki gæðinga á Landsmóti 2022. Myndband af Kolskeggi

Nemó frá Efra Hvoli 8,48
Nemó hefur hlotið í kynbótadómi 8,48 í aðaleinkunn, þar af 8,59 fyrir sköpulag og 8,42 fyrir hæfileika. Hann hefur hlotið 9,0 fyrir greitt stökk og samstarfsvilja, höfuð, háls og samræmi. Myndband af Nemó

Húni frá Ragnheiðarstöum 8,18
Húni er ungur og efnilegur kynbótahestur sem var í verðlaunasæti í flokki 4ra vetra hesta á landsmóti 2022. Hann hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir háls, samræmi, tölt, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Húna

Kór frá Skálakoti 8,33
Kór er ungur og efnilegur stóðhestur, hann hefur hlotið fyrir sköpulag 8,54 og 8,22 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Kór

Prins frá Vöðlum 8,45
Prins fór í 8,45 í aðaleinkunn í sinni fyrstu sýningu sem er glæsilegt, þá aðeins 5 vetra. Hann náði 8,69 fyrir hæfileika, 9 fyrir tölt, 9 fyrir samstarfsvilja og 9 fyrir fet. Hér er á ferðinni hæfileikaríkur hestur sem er afkomandi hátt dæmdra gæðinga. Myndband af Prins

Grímur frá Skógarási 8,25
Grímur hefur átt farsælan keppnisferil í fjórgangi og tölti. Hann hefur hlotið 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt stökk og hægt tölt í kynbótadómi. Myndband af Grími

Silfursteinn frá Horni I 8,47
Silfursteinn hefur hlotið í kynbótadómi 8,39 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga og samræmi, og 8,52 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, samstarfsvilja og fet. Myndband af Silfursteini

Seðill frá Árbæ 8,75
Seðill hefur hlotið 8,79 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, samræmi og hófa og 8,72 fyrir hæfileika, 9 fyrir brokk, skeið, samstarfsvilja og fegurð í reið. Seðill var í verðlaunasæti í flokki stóðhesta 7vetra og eldri á Landsmóti 2022. Myndband af Seðli