Stóðhestavelta landsliðsins - fleiri gæðingar

24.04.2020

Steggur, Hringur, Ómur, Snillingur, Eldur og Jökull eru í pottinum í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Steggur frá Hrísdal 8,46. Steggur hefur átt farsælan keppnisferil í tölti og fjórgangi. Hann var m.a. í úrslitum í tölti og fjórgangi á Íslandsmóti 2017, 2018 og 2019 og í úrslitum í tölti á Landsmóti 2018. Myndband af Stegg hér.

Hringur frá Gunnarsstöðum 8,30. Hringur hefur átt farsælan keppnisferil og var m.a. í úrslitum í tölti á landsmóti 2018. Hann hlaut í kynbótadómi 9,5 fyrir brokk og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Hring hér.

Eldur frá Bjarghúsum 8,35. Eldur er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið í kynbótadómi. Myndband af Eldi hér.

Jökull frá Rauðalæk 8,49. Jökull er upprennandi kynbóta- og keppnishestur. Hann hefur m.a. hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir brokk, fegurð í reið, hægt stökk og hófa og 9,0 fyrir tölt, stökk, vilja og geðslag, hægt stökk og bak og lend. Myndband af Jökli hér.

Ómur frá Kvistum 8,61. Ómur var efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á landsmóti 2008. Hann vann A-flokk á landsmóti 2011 og með 8,98 í einkunn. Ómur hefur verið farsæll kynbótahestur og hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2014 og heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2018. Myndband af Ómi hér.

Snillingur frá Íbishóli 8,46. Snillingur hefur átt farsælan keppnisferil í fimmgangi og gæðingaskeiði. Hann hlaut í kynbótadómi 9,5 fyrir skeið og 9 fyrir vilja og geðslag. Myndband af Snilling hér.