Stóðhestavelta landsliðsins - næstu 10 hestar

12.04.2022
Seðill frá Árbæ

Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við Allra sterkustu sem haldið verður í TM-reiðhöllinni í Víðidal á síðasta vetrardag, miðvikudagskvöldið 20. apríl nk.  Um 100 folatollar verða í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst þriðjudaginn 19. apríl í netverslun á vef LH og er miðaverð 50.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Aðalsteinn frá Íbishóli 8,47
Aðalsteinn hefur hlotið í kynbótadómi 8,66 í hæfileikaeinkunn, þar af 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag.  Myndband af Aðalsteini 

Arður frá Brautarholti 8,49
Arður frá Brautarholti hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Sleipnisbikarinn á landsmóti 2016. Undan honum eru mörg þekkt keppnis- og kynbótahross. Myndband af Arði

Álfgrímur frá Syðri-Gegnishólum 8,47
Álfgrímur hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir vilja og geðslag og fet og 9,0 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og hægt tölt. Myndband af Álfgrími

Glúmur frá Dallandi 8,81
Glúmur frá Dallandi var efstur í flokki 7 vetra stóðhesta á landsmóti 2018. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, skeið, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, bak og lend, samræmi, fótagerð og hófa. Myndband af Glúmi

Goði frá Bjarnarhöfn 8,57
Goði frá Bjarnarhöfn hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir skeið, 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt. Myndband af Goða

Hákon frá Ragnheiðarstöðum 7,97 
Hákon frá Ragnheiðarstöðum hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur gefið mörg hátt dæmd afkvæmi, þar á meðal eru Hansa frá Ljósafossi og Ljósvaki frá Valstrýtu.

Seðill frá Árbæ 8,68
Seðill frá Árbæ er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið 8,79 fyrir sköpulag, þar af 9 fyrir háls/herðar/bóga, bak og lend, samræmi og hófa og 8,62 fyrir hæfileika, 9 fyrir greitt stökk, samstarfsvilja og fet og 8,5 fyrir alla aðra þætti hæfileikdóms. Myndband af Seðli

Sjóður frá Kirkjubæ 8,70
Sjóður frá Kirkjubæ hlaut. 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur átt farsælan keppnisferil í fimmgangi og A-flokki. Hann á fjölda hátt dæmdra afkvæma, hæstur þeirra er Kveikur frá Stangarlæk. Myndband af Sjóði

Vökull frá Efri-Brú 8,37
Vökull frá Efri-Brú hefur átt farsælan keppnisferil og hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, hægt stökk og samræmi. Myndband af Vökli

Þór frá Torfunesi 8,80
Þór frá Torfunesi var annar í flokki fimm vetra stóðhesta á landsmóti 2018. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið, vilja og geðslag, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og bak og lend og 9,5 fyrir samræmi. Myndband af Þór