Stóðhestavelta landsliðsins - næstu sjö stóðhestar

26.04.2020

Dagur, Máfur, Brimnir, Ljósvaki, Lukku-Láki, Elrir og Tumi eru með í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. Myndbönd af þeim eru af WorldFeng.

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Dagur frá Hjarðartúni 8,07. Dagur hefur átt farsælan keppnisferil og varð Íslandsmeistari í fjórgangi ungmennaflokki 2016 og 2017 og Íslandsmeistari í tölti ungmennaflokki 2015 og 2016. Myndband af Degi hér.

Máfur frá Kjarri 8,49. Máfur er upprennandi keppnis – og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir skeið, 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag, bak og lend, samræmi og hófa. Myndband af Máfi hér.

Ljósvaki frá Valstrýtu 8,54. Ljósvaki hefur hlotið 10,0 fyrir tölt og stökk, 9,5 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið og 9,0 fyrir fet, hægt tölt og hægt stökk í kynbótadómi. Hann hefur einnig hlotið 9,0 í B-flokki gæðinga. Myndband af Ljósvaka hér.

Brimnir frá Efri-Fitjum 8,75. Brimnir hefur átt farsælan keppnisferil í fimmgangi og slaktaumatölti. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, skeið, vilja og geðslag og hægt tölt, bak og lend, samræmi, og hófa. Myndband af Brimni hér.

Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði 8,60. Lukku-Láki hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni og hefur í kynbótadómi hlotið 9,0 fyrir brokk, skeið, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og samræmi. Myndband af Lukku-Láka hér.

Tumi frá Jarðbrú 8,38. Tumi er upprennandi kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt og háls/herðar/bóga.

Elrir frá Rauðalæk 8,66. Elrir er upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir skeið, vilja og geðslag, háls/herðar/bóga, bak og lend og hófa. Myndband af Elri hér.