Stóðhestavelta landsliðsins - næstu sjö stóðhestar

28.04.2020
Frami frá Ketilsstöðum

 Tindur, Frami, Kaldalón, Heiður, Örvar, Bersir og  Vökull eru með í stóðhestaveltu til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum. 

Miðasala hefst á tix.is 1. maí og dregið verður úr seldum miðum í beinni útsendingu á facebooksíðu LH. Miðaverð er kr. 40.000, girðingagjald er ekki innifalið.

Tindur frá Eylandi 8,53. Tindur hefur átt farsælan keppnisferil í fimmgangi og A-flokki. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir skeið, 9,0 fyrir tölt, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Tindi af WorldFeng.

Kaldalón frá Kollaleiru 8,49. Kaldalón er ungur og upprennandi keppnis- og kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,0 fyrir brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Kaldalón hér.

Heiður frá Eystra-Fróðholti 8,36. Heiður er ungur og upprennandi kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, samræmi og hófa. Myndband af Heiðri af WorldFeng.

Örvar frá Gljúfri 8,56. Örvar hefur átt farsælan keppnisferil í A-flokki. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir skeið, 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt. Myndband af Örvari af WorldFeng.

Bersir frá Hægindi 8,35. Bersir er upprennandi kynbótahestur og hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, bak og lend og samræmi. Myndband af Bersi af WorldFeng.

Vökull frá Efri-Brú 8,37. Vökull hefur átt farsælan keppnisferil og hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,5 fyrir fegurð í reið og 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag, hægt stökk og samræmi. Myndband af Vökli af Worldfeng.

Frami frá Ketilsstöðum 8,68. Frami er landsmótssigurvegari í B-flokki gæðinga 2018. Hann hefur einnig átt farsælan keppnisferil í fjórgangi, tölti og slaktaumatölti. Í kynbótadómi hefur hann hlotið 9,5 fyrir tölt, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, fet og hófa og 9,0 fyrir brokk og stökk. Myndband af Frama af WorldFeng.