Stóðhestavelta landsliðsins - sala hefst 5. maí

21.04.2023
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum

Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu - leiðin að gullinu, verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Þór frá Stóra-Hofi 8,84
Þór hefur hlotið 8,85 í hæfileikadómi, þar af 9,5 fyrir tölt, 9,0 fyrir brokk, stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt. Þór var í þriðja sæti í tölti á Landsmóti 2022. Myndband af Þór

Skaginn frá Skipaskaga 8,73
Skaginn hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á landssýningu 2020. Í kynbótadómi hlaut hann 8,76 fyrir sköpulag og 8,70 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir tölt, skeið, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Skaganum

Apollo frá Haukholtum 8,68
Apollo hefur hlotið í kynbótadómi 8,76 fyrir sköpulag og 8,63 fyrir hæfileika, þar af 9,5 fyrir tölt, hægt tölt, samræmi og hófa, 9,0 fyrir vilja og geðslag, fegurð í reið, háls/herðar/bóga og bak og lend. Myndband af Apollo

Arður frá Brautarholti 8,49
Arður hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi og Sleipnisbikarinn á landsmóti 2016. Undan honum eru mörg þekkt keppnis- og kynbótahross. Myndband af Arði

Frosti frá Hjarðartúni 8,21
Frosti er ungur og efnilegur stóðhestur, hann hefur hlotið fyrir sköpulag 8,31, þar af 9 fyrir prúðleika, og 8,15 fyrir hæfileika, þar af 8,5 fyrir skeið, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja, fegurð í reið og hægt tölt.

Goði frá Bjarnarhöfn 8,57
Goði hefur hlotið í kynbótadómi 10,0 fyrir skeið, 9,5 fyrir vilja og geðslag og 9,0 fyrir tölt. Hann varð í öðru sæti í A-flokki á Landsmóti 2022. Myndband af Goða

Hákon frá Ragnheiðarstöðum 7,97
Hákon hlaut fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á landsmóti 2018. Hann hefur gefið mörg hátt dæmd afkvæmi, þar á meðal er Ljósvaki frá Valstrýtu.

Kaldalón frá Kollaleiru 8,56
Kaldalón hefur hlotið í kynbótadómi 8,18 fyrir sköpulag og 8,69 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Myndband af Kaldalón

Kolgrímur frá Breiðholti Gbr. 8,43
Kolgrímur hefur hlotið í kynbótadómi 8,67 fyrir sköpulag og 8,29 fyrir hæfileika. Hann er með í byggingadómi 9,0 fyrir háls/herðar/bóga, samræmi og hófa, og í hæfileikadómi 9,0 fyrir tölt, brokk, greitt stökk, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Myndband af Kolgrími

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum 8,94
Álfaklettur hefur í kynbótadómi hlotið 9,5 fyrir skeið og samstarfsvilja, 9,0 fyrir tölt, hægt tölt, brokk, stökk og fegurð í reið. Hann stóð efstur á landssýningu 2020 í flokki stóðhesta 7 vetra og eldri. Álfaklettur hlaut 1. verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2022. Myndband af Álfakletti