Stóðhestaveltan og Allra sterkustu

28.04.2023
Forkur frá Breiðabólsstað og Flosi Ólafsson

Stórsýning landsliðs Íslands í hestaíþróttum, Allra sterkustu - leiðin að gullinu, verður haldið í TM-reiðhöllinni í Víðidal laugardagskvöldið 6. maí nk. Stóðhestavelta landsliðsins verður á sínum stað í tengslum við viðburðinn og verða 100 folatollar í pottinum sem stóðhestaeigendur hafa gefið til styrktar landsliðinu. LH þakkar stóðhestaeigendum stuðninginn.

Miðsala í stóðhestaveltunni hefst föstudaginn 5. maí í netverslun á vef LH og er miðaverð 65.000 kr. Einn tollur er á hverjum seldum miða.

Við kynnum næstu 10 stóðhesta til leiks:

Forkur frá Breiðabólsstað 8,67
Forkur var efstur í flokki 5 vetra stóðhesta á Landmóti 2016 og fimmti í flokki 7 vetra stóðhesta á Landsmóti 2018. Forkur var í úrslitum í A-flokki á Landsmóti 2022. Myndband af Forki

Glúmur frá Dallandi 8,81
Glúmur var efstur í flokki 7 vetra stóðhesta á landsmóti 2018. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, skeið, stökk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, bak og lend, samræmi, fótagerð og hófa. Myndband af Glúmi

Ljósvaki frá Valstrýtu 8,54
Ljósvaki hefur hlotið 10,0 fyrir tölt og stökk, 9,5 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið og 9,0 fyrir fet, hægt tölt og hægt stökk í kynbótadómi. Hann hefur einnig hlotið 9,0 í B-flokki gæðinga. Ljósvaki vann b-flokk á Landsmóti 2022. Myndband af Ljósvaka

Sær frá Bakkakoti 8,62
Sær frá Bakkakoti hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti árið 2008. Hann á fjölmörg hátt dæmd afkvæmi, hæst þeirra er Arion frá Eystra-Fróðholti.  Myndband af Sæ

Korgur frá Garði 8,51
Korgur hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið og hefur átt góðu gengi að fagna í A-flokki. Myndband af Korgi

Barði frá Laugarbökkum 8,51
Barði hefur átt farsælan keppnisferil. Hann hefur hlotið í kynbótadómi m.a. 9,0 fyrir tölt, stökk, fegurð í reið, hægt tölt og bak og lend. Myndband af Barða

Vigur frá Kjóastöðum 3 – 8,32
Vigur er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann hefur hlotið 8,23 fyrir sköpulag, þar af 9,0 fyrir höfuð og hófa, og 8,36 fyrir hæfileika, þar af 9,0 fyrir skeið og samstarfsvilja. Myndband af Vigur

Askur frá Holtsmúla 8,44
Askur er ungur og efnilegur kynbótahestur. Hann er með 8,22 fyrir byggingu og 8,55 fyrir hæfileika, þar af 9 fyrir skeið og samstarfsvilja. Myndband af Aski

Eldur frá Bjarghúsum 8,35
Eldur er hátt dæmdur klárhestur með 9,0 fyrir tölt, brokk, stökk, vilja og geðslag og fegurð í reið í kynbótadómi. Myndband af Eldi

Heiður frá Eystra-Fróðholti 8,36
Heiður er ungur og upprennandi kynbótahestur. Hann hefur hlotið í kynbótadómi 9,5 fyrir tölt og 9,0 fyrir brokk, vilja og geðslag, fegurð í reið, hægt tölt, samræmi, fótagerð og hófa. Myndband af Heiðri