Stóðhestaveltan - potturinn kraumar af gæðum

18.04.2019

Stóðhestaveltan virkar þannig að þú kaupir umslag á 35.000 kr., í hverju umslagi er ávísun á toll undir einn af þeim 100 hestum sem eru í pottinum. Girðingagjald er ekki innifalið. Sala á umslögum fer fram á stórsýningunni „Þeir allra sterkustu“ í TM-höllinni á Fákssvæðinu í Víðidal.

1 umslag kostar 35.000 kr.

Næstu hestar sem við kynnum í stóðhestaveltunni eru:

Óskasteinn frá Íbishóli, tollinn gefur Magnús Bragi Magnússon
Draupnir frá Stuðlum, tollinn gefur Austurás ehf. og Páll Stefánsson
Stekkur frá Skák, tollinn gefur Ólafur Örn Þórðarson
Villingur frá Breiðholti, tollinn gefur Kári Stefánsson
Sjóður frá kirkjubæ, tollinn gefur Hoop Alexandra
Lord frá Vatnsleysu, tollinn gefur Björn Friðrik Jónsson
Stormur frá Herríðarhóli, tollinn gefur Ólafur Arnar Jónsson
Glaður frá Prestsbakka, tollinn gefur Jón Jónsson, Ólafur Oddsson og Hvoll ehf.
Lexus frá Vatnsleysu, tollinn gefur Hestar ehf.
Drumbur frá Víðivöllum fremri, tollinn gefur Sport Gæðingar ehf.
Engill frá Ytri-Bægisá I, tollinn gefur Anna Björk Ólafsdóttir og Snorri Dal
Eldur frá Bjarghúsum, tollinn gefur Hörður Óli Sæmundsson
Sörli frá Brúnastöðum, tollinn gefur Ketill Ágústsson
Galdur frá Leirubakka, tollinn gefur Anders Hansen
Kórall frá Lækjarbotnum, tollinn gefur Jóhann Kristinn Ragnarsson

LH þakkar gefendum tollanna stuðninginn.