Stóri Þórodds árgangurinn í tamningu

03.12.2008
Nú eru að koma í tamningu trippi undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum, fædd 2005, árið eftir að hann setti heimsmet í aðaleinkunn á LM2004. Margar af bestu hryssum landsins voru leiddar undir hestinn það sumar.Nú eru að koma í tamningu trippi undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum, fædd 2005, árið eftir að hann setti heimsmet í aðaleinkunn á LM2004. Margar af bestu hryssum landsins voru leiddar undir hestinn það sumar.Nú eru að koma í tamningu trippi undan Þóroddi frá Þóroddsstöðum, fædd 2005, árið eftir að hann setti heimsmet í aðaleinkunn á LM2004. Margar af bestu hryssum landsins voru leiddar undir hestinn það sumar.

Fimmtíu og sjö afkvæmi eru skráð í WorldFeng undan Þóroddi fædd 2005. Af þeim hryssum sem voru leiddar undir Þórodd 2004 má nefna Þóroddsstaðahryssurnar Bliku, Hlín og Hörn. Gæðingamóðirin Koltinna frá Þorlákshöfn er í hópnum, þá Gígja frá Auðsholtshjáleigu, Lady frá Neðra-Seli, Gyðja frá Lækjarbotnum, Spes frá Skarði, Sandra frá Hala, Linda frá Holsvelli (Feykisdóttir frá Hafsteinsstöðum), Rás frá Ragnheiðarstöðum, Þula frá Hofi I í Öræfum, Snilld frá Ketilsstöðum, Þörf frá Hólum, Brúða frá Gullberastöðum, Trú frá Auðsholtshjáleigu, Vigdís og Lokkadís frá Feti, Hátíð frá Skarði, Samba frá Miðsitju og Flauta frá Miðsitju.

Nokkur þessara trippa eru þegar vel á veg komin. Daníel Jónsson í Pulu er að temja tvær hryssur, undan Gyðju frá Lækjarbotnum og Lady frá Neðra-Seli. Hann lætur vel af þeim, „sjálfgerðir gæðingar að upplagi með sérlega sterklega og fallega fætur,“ segir Daníel.
Viktor frá Feti, undan Vigdísi, er í eigu Ármótabúsins. Hafliði Halldórsson segir hann fara vel af stað, hann sé viljugur og leggi strax fram rúmt tölt. Alhliða hestur.

Stóðhestsefnið Arnoddur frá Auðsholtshjáleigu, undan Trú frá Auðsholtshjáleigu, er nú í tamningu á Grænhóli. Gunnari Arnarsyni, ræktunarmanni ársins 2008, líst vel á Þórdoddsafkvæmin.

„Arnoddur er efni í öflugan alhliða hest sýnist mér. Hann er auðveldur í tamningu en næmur og strax viljugur. Gangtegundirnar hreinar og rúmar. Við erum einnig að temja hryssu undan Gígju og Þóroddi. Hún fer líka vel af stað, efni í rúma og viljuga alhliða hryssu. Ég spái vel fyrir Þóroddi. Held að hann verði farsæll kynbótahestur,“ segir Gunnar.

Því má bæta við að nokkur afkvæmi Þórodds hafa hlotið kynbótadóm. Þrjú eru með fyrstu verðlaun, þar af tvö fjögra vetra trippi. Þrjú fjögra vetra hross eru við fyrstu verðlaunin. Það lítur því út fyrir að Þóroddur sé að sanna sig sem kynbótahestur. Sem er mjög gott!

Myndin er af Arnoddi frá Auðsholtshjáleigu.