Stórsýning Fáks 2009

28.04.2009
Nú styttist í Stórsýningu hestamanna í Víðidal. Þessi eftirsótta sýning verður haldin 2. maí næstkomandi í reiðhöllinni í Víðidal. Hestakostur sýningarinnar er hreint frábær, svo dæmi séu nefnd þá mætir Þristur frá Feti hinn eini sanni með afkvæmum, afkvæmi Pyttlu frá Flekkudal munu dansa um gólfið, Mette Mannseth mætir með atriði sem aldrei hefur sést hér áður og Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi sá mikli gæðingur, munu sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið. Nú styttist í Stórsýningu hestamanna í Víðidal. Þessi eftirsótta sýning verður haldin 2. maí næstkomandi í reiðhöllinni í Víðidal. Hestakostur sýningarinnar er hreint frábær, svo dæmi séu nefnd þá mætir Þristur frá Feti hinn eini sanni með afkvæmum, afkvæmi Pyttlu frá Flekkudal munu dansa um gólfið, Mette Mannseth mætir með atriði sem aldrei hefur sést hér áður og Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi sá mikli gæðingur, munu sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið.

Látið ekki þessa stórskemmtilegu sýningu framhjá ykkur fara, eitthvað fyrir alla. Veislan hefst klukkan 21:00 laugardagskvöldið 2. maí næstkomandi. Miðasala hefst á morgun miðvikudaginn 29. apríl í reiðhöllinni í Víðidal, einnig verða miðar seldir við inngang á laugardaginn. Forsala og miðapantanir eru á skrifstofu Fáks og í síma 567-2166. Miðaverð 2.000 kr.