Stórsýning í Ölfushöll - Orri í 25 ár

29.11.2010
Stórsýning verður haldin í Ölfushöllinni þann 26 mars 2011. Sýningunni er ætlað að spanna sögu og áhrif Orra frá Þúfu á íslenska hrossarækt. Stórsýning verður haldin í Ölfushöllinni þann 26 mars 2011. Sýningunni er ætlað að spanna sögu og áhrif Orra frá Þúfu á íslenska hrossarækt.

Ljóst er að áhrif Orra eru mikil og fjöldi gæðinga honum tengdum munu gleðja augað. Þar á meðal má nefna:  Þóru frá Prestbæ, Gaum frá Auðsholtshjáleigu, Álf frá Selfossi, Ölfu frá Blesastöðum Tenór frá Túnsbergi  ofl. ofl. ofl.

Sýningarstjórar verða Gunnar Arnarson og Guðmundur Björgvinsson