Stórsýning sunnlenskra hestamanna

15.03.2016

 

Að kvöldi Skírdags, sem er haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 24.mars, fer fram í Rangárhöllinni á Hellu Stórsýning Sunnlenskra hestamanna.

Stórsýning sunnlenskra hestamanna er einn flottasti, fjölbreyttasti og skemmtilegasti hestatengdi viðburðurinn á Íslandi ár hvert. Sýningin samanstendur af fjölbreyttum atriðum sem eru við allra hæfi, glæsilegir stóðhestar, merar og vonarstjörnur framtíðarinnar.

Glæsihesturinn Stáli frá Kjarri mun heiðra okkur með nærveru sinni í hléi og mörg spennandi atriði eru á dagskrá. Atriðin verða kynnt jafnt og þétt fram að sýningu á fésbókarsíðu Rangárhallarinnar. https://www.facebook.com/events/825253240913217/?active_tab=highlights 

Forsala aðgöngumiða er komin á fullt og fást miðar á www.tix.is og í Baldvin og Þorvaldi, Selfossi. Miði í forsölu kostar 2000 kr en 2500 kr í hurð, 1000 kr fyrir 12 ára og yngri.


Sýning síðasta árs þótti mjög vel heppnuð og var vel sótt af áhorfendum. Mörg af þeim hrossum sem komu fram á sýningunni í fyrra áttu eftir að láta að sér kveða í sýningum og keppni árið 2015. Má þar nefna heimsmeistarana í tölti Kristínu Lárusdóttur og Þokka frá Efstu-Grund, hæst dæmdu klárhryssu allra tíma Sendingu frá Þorlákshöfn og afkvæmi Álffinns frá Syðri-Gegnishólum en hann lét að sér kveða sem kynbótahestur á síðastliðnu ári. Sýningin í ár verður ekki viðaminni og verða atriði á henni kynnt þegar nær dregur.

Tökum kvöldið frá og komum og fögnum páskum með skemmtilegu fólki á skemmtilegri sýningu þann 24.mars!