Stórveisla á Króknum á föstudag

29.03.2011
Mynd: Hágangur frá Narfastöðum ásamt einu afkvæma sinna. Knapar eru Mette Mannseth og Ingunn Ingólfsdóttir. Ljósm.: Hulda G. Geirsdóttir
 Stóðhestaveisla verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki nk. föstudagskvöld, 1. apríl. Yfir 30 stóðhestar eru skráðir til leiks og verður margt spennandi í boði.  Stóðhestaveisla verður haldin í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki nk. föstudagskvöld, 1. apríl. Yfir 30 stóðhestar eru skráðir til leiks og verður margt spennandi í boði. Hestarnir munu ýmist koma fram einir eða með öðrum, auk þess sem nokkrir hestar verða sýndir með afkvæmum. Þeir afkvæmahestar sem nú þegar hafa verið staðfestir eru Hágangur frá Narfastöðum, Blær frá Torfunesi og Gammur frá Steinnesi.
Forsala á sýninguna er hafin hjá N1 á Norðurlandi, en hægt er að kaupa miða í Staðarskála, á Blönduósi, í Varmahlíð, á Sauðárkróki og á Akureyri. Miðaverð er kr. 2.900 og innifalið í því er glæsilegt og mjög veglegt stóðhestablað. Við munum kynna þá hesta fram koma í netfréttum út vikuna, en ljóst er að um mikinn viðburð verður að ræða sem enginn áhugamaður um hrossarækt má láta framhjá sér fara. Stóðhestaveislan hefur notið gríðarlegra vinsælda á Suðurlandi og verður hún einnig haldin fyrir sunnan þann 9. apríl nk. í Ölfushöllinni. Forsala á þá sýningu hefst í næstu viku.