Streymi frá menntahelginni verður opið til 13. des

03.12.2024

Þá er frábæri menntahelgi Landsliðanna og Hæfileikamótunar lokið. Viðburðurinn tókst að öllu leyti ákaflega vel en hann hófst með skemmtilegri Hestaspurningakeppni á föstudagskvöldi, síðan tóku við ákaflega fróðlegar kennslusýningar A landsliðsknapa á laugardag og svo á sunnudag voru stórglæsilegar og ekki síður fræðandi sýningar hæfileikamótunar og U21.

Þeir sem ekki komust í Víðidalinn um helgina geta ennþá tryggt sér aðgang að streymi frá sýningunum, en það verður opið til og með 13. desember: Livey I Menntahelgi 

Um helgina var einnig tilkynnt um LH félaga ársins, en að þessu sinni var það hún Sigurlína Erla Magnúsdóttir úr Skagfirðingi sem var hlutskörpust í kosningunni. Þá voru einnig kynntar niðurstöður úr kosningu um reiðkennara ársins og var það Finnbogi Bjarnason sem hlýtur titilinn að þessu sinni.

Það er alltaf gaman þegar hestamenn koma saman og hvað þá þegar ágóðinn fer í það góða og metnaðar fulla afreksstarf sem unnið er að innan LH. Viðburður eins og sá sem fram fór um helgina og er ómetanlegt innlegg inn í fjáröflun afreksstarfsins væri óframkvæmanlegur nema vegna vinnu sjálfboðaliða og styrkja frá fyrirtækjum. Við þökkum öllum sem komu að þessu með okkur með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir en ekki síst erum við þakklát öllum áhorfendunum hvort heldur sem þeir komu í höllina eða horfðu á viðburðinn í streymi.

Að baki Menntahelginni stóðu:

Askja
Blómaval
Blue Lagoon
BM Vallá
CCEP
Eiðfaxi
Freyja
Garri
Góa
Icelandair Cargo
Lífland
Límtré Vírnet
MATA
MS
Mustad
ÓJ&K
SS
Stjörnugrís
Top Reiter
Verdi
Ölgerðin