Styttist í Svellkaldar

17.02.2009
Undirbúningi fyrir ístöltsmótið Svellkaldar konur sem haldið er af Landssambandi hestamannafélaga til stuðnings landsliðs Íslands miðar vel. Skráning á mótið hefst á fimmtudaginn kemur, 19. febrúar og stendur til miðnættis mánudaginn 23. febrúar. Undirbúningi fyrir ístöltsmótið Svellkaldar konur sem haldið er af Landssambandi hestamannafélaga til stuðnings landsliðs Íslands miðar vel. Skráning á mótið hefst á fimmtudaginn kemur, 19. febrúar og stendur til miðnættis mánudaginn 23. febrúar. Eingöngu verður tekið við 100 skráningum á mótið - fyrstur kemur, fyrstur fær! Hver knapi má skrá tvo hesta að hámarki og er skráningargjaldið kr. 3.800 á skráningu. Boðið verður upp á keppni í þremur flokkum:

1. Opinn flokkur: Ætlaður vönum knöpum. Konur sem unnið hafa til verðlauna í keppnum eru hvattar til að skrá sig í þennan flokk. Þessi flokkur er þó opinn hverjum þeim sem vill skrá sig í hann, burtséð frá reynslu.

2. Meira keppnisvanar: Ætlaður vönum reiðmönnum sem hafa keppt nokkuð.

3. Minna vanar: Ætlaður konum sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni eða hafa litla keppnisreynslu.

Í 3. flokki er sýnt hægt tölt og svo fegurðartölt (frjáls hraði), en í hinum flokkunum er sýnt hægt tölt, tölt með hraðabreytingum og fegurðartölt. Eingöngu er riðið upp á vinstri hönd og ekkert snúið við. Þulur stýrir keppendum. Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við val á flokki og bent er á að þegar talað er um keppnisreynslu í þessu samhengi er átt við alls konar keppni, ekki bara keppni á ís.

Mótið er opið öllum konum 22 ára og eldri. Vegleg verðlaun í boði og A og B úrslit í öllum flokkum ef þátttaka er næg. Konur takið daginn frá og takið þátt í þessu stórskemmtilega móti! Allur ágóði af mótinu rennur til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Skráning fer eingöngu fram á www.gustarar.is

Helstu styrktaraðilar mótsins eru: Lífland - Icelandair Cargo - HERTZ - Toyota - Útfararstofa Íslands - Snyrtiakademían - Barki ehf og Kænan.