Svellkaldar konur 12. mars nk.

26.01.2011
Sigurvegarar frá Svellkaldar konur 2010 í opnum flokki.
Hið vinsæla ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" hefur verið dagsett og mun fara fram í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 12. mars nk. Hið vinsæla ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" hefur verið dagsett og mun fara fram í Skautahöllinni í Laugardal laugardaginn 12. mars nk. Keppt verður í þremur flokkum að venju, Minna vönum, Meira vönum og Opnum flokki. Vegna mikilla vinsælda verður aðeins hægt að skrá einn hest á knapa, en 100 pláss eru í boði. Verði eitthvað eftir af plássum þegar skráningarfrestur rennur út mun mótsstjórn ákvarða hvernig þeim verður ráðstafað. Þetta mót hefur verið eitt af þeim flottustu undanfarin ár, mikill áhugi á þátttöku, flottir hestar og knapar og vegleg verðlaun. Allur ágóði af mótinu rennur sem fyrr til íslenska landsliðsins í hestaíþróttum.
Hestamenn eru hvattir til að taka daginn strax frá því um stórsýningu verður að ræða! Nánar verður fjallað um mótið þegar nær dregur og skráning hefst.