Sýnikennsla á vegum FT á Hestadögum í Reykjavík

29.03.2011
Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Gust í Kópavogi, heldur sýnikennslu í reiðhöll Gusts við Álalind annað kvöld, miðvikudaginn 30. mars kl. 20. Félag tamningamanna, í samvinnu við hestamannafélagið Gust í Kópavogi, heldur sýnikennslu í reiðhöll Gusts við Álalind annað kvöld, miðvikudaginn 30. mars kl. 20. Þar munu bræðurnir Sigvaldi Lárus og Ólafur Andri Guðmundssynir, sem báðir eru tamningamenn og reiðkennarar, sýna vinnubrögð sín við tamningu og þjálfun þar sem samspil knapa og hests er í forgrunni. Við sýninguna munu þeir nota ung hross í bland við eldri og reyndari. Þeir bræður hafa alltaf haft það sem markmið við sína þjálfun að fá hestinn á sitt band og hann vinni sáttur og fús með manninum og á morgun munu þeir m.a. sýna þjálfunaraðferðir sem þeir nýta sér til uppbyggingar hestsins með þessi hestvænu sjónarmið að leiðarljósi.
Sýnikennslan er hluti af Hestadögum í Reykjavík og eru allir velkomnir. Miðaverð aðeins kr. 1.500, frítt fyrir FT félaga.