Sýnikennsla FT

09.02.2010
Félag tamningamanna minnir á sýnikennsluna „Ung á uppleið“ sem fram fer í reiðhöllinni í Borgarnesi í kvöld, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20. Þar mun FT í samstarfi við unga og efnilega reiðkennara, þau Randi Holaker, Hauk Bjarnason og Heiðu Dís Fjeldsted sýna fjölbreytt vinnubrögð við þjálfun hrossa. Félag tamningamanna minnir á sýnikennsluna „Ung á uppleið“ sem fram fer í reiðhöllinni í Borgarnesi í kvöld, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 20. Þar mun FT í samstarfi við unga og efnilega reiðkennara, þau Randi Holaker, Hauk Bjarnason og Heiðu Dís Fjeldsted sýna fjölbreytt vinnubrögð við þjálfun hrossa. Sýnikennslur FT hafa slegið í gegn í vetur enda sýnikennsluformið skemmtilegt og býður upp á fjölbreytileika og fróðleik til margra á tiltölulega stuttum tíma.

Miðaverði er stillt í hóf, aðeins kr. 1.000 og frítt fyrir skuldlausa FT félaga!

Félag tamningamanna hvetur alla hestamenn til að kíkja í Borgarnes í kvöld og fylgjast með ungu fólki á uppleið í skemmtilegri sýnikennslu.