Sýningar ræktunarbúa á Landsmóti 2011

31.05.2011
Að venju verður boðið upp á ræktunarbússýningar á LM 2011. Stefnt er á að tilhögun sýninga verði með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum, þ.e. að þátttaka verði bundin við 10 bú.  Að venju verður boðið upp á ræktunarbússýningar á LM 2011. Stefnt er á að tilhögun sýninga verði með svipuðu sniði og verið hefur á undanförnum mótum, þ.e. að þátttaka verði bundin við 10 bú. 

Sýning ræktunarbúa hefur verið sett á dagskrá landsmóts, fimmtudaginn 30.júní milli kl. 15:30 – 16:30. Áhorfendum gefst kostur á að velja bestu ræktunarbússýninguna með símakosningu (Idol kosningu).  
Það ræktunarbú sem flest atkvæði hlýtur ávinnur sér þann heiður að koma fram á laugardagskvöldinu í skemmtidagskrá kvöldvöku. Sýningartími á hvert bú er 5 mínútur. Útfærsla sýningar er alfarið á ábyrgð forráðamanna. Fótaskoðun verður viðhöfð og  gilda reglur gæðingakeppni þar um, auk þeirra viðmiðana um heilbrigði sem mótstjórn LM setur. Að lágmarki skulu 5 hross sýnd og þurfa þau að vera frá sama lögbýli, eða fædd meðlimum sömu fjölskyldu.
Þátttakendur velja tónlist sjálfir og hafa samráð við þul hvernig búið skuli kynnt.  Ein síða í mótaskrá fylgir til kynningar á búinu og þeim hestum sem koma fram í sýningunni. Að auki geta sýnendur nýtt risaskjá við völl meðan á sýningu stendur.
Ræktunarbúum áranna 2008, 2009 og 2010 er boðin þátttaka. Dregin verða 10 bú til þátttöku úr innsendum umsóknum. Skráningargjaldið er kr.100.000. 

Áhugasömum hrossaræktendum er vinsamlegast bent á að senda tölvupóst á Ágúst Sigurðsson  agust@kirkjubaer.is 
Athugið að gefa nákvæmar upplýsingar um þau hross sem stefnt er með á sýninguna.

Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 9.júní. Tilkynnt verður föstudaginn 10. júní hvaða ræktunarbú taka þátt.