Systur formenn hestamannafélaga

10.11.2011
Bryndís Björk og Ása Hólmarsdætur.
Það er alltaf gaman að því þegar áhugi og metnaður í félagsstörfum liggur í fjölskyldum. Það er alltaf gaman að því þegar áhugi og metnaður í félagsstörfum liggur í fjölskyldum.
Ljóst er að slík gen eru afar mikilvæg í okkar íþróttahreyfingu, þar sem allt starfið úti í félögunum byggist á samstilltu átaki félagsmanna í sjálfboðavinnu.

Systurnar Ása og Bryndís Björk Hólmarsdætur láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Báðar eru þær orðnar formenn sinna hestamannafélaga, í sitt hvorum landsfjórðngnum. Ása er formaður hestamannafélagsins Dreyra á Akranesi en Bryndís Björk er formaður Hornfirðings á Höfn í Hornafirði. Þetta er í fyrsta sinn í sögu LH að systur eru formenn sinna félaga á sama tíma.

Landssamband hestamannafélaga sendir þeim og öðrum formönnum hlýjar kveðjur inn í starfsárið sem nú gengur senn í garð.