Takk allir sem komu á ALLRA STERKUSTU

22.04.2025

Kæru hestamenn, takk kærlega fyrir samveruna og samvinnuna í kringum ALLRA STERKUSTU. Viðburðurinn heppnaðist vel og skiptir það sköpum fyrir landsliðin að finna þenna mikla áhuga og stuðning úr greininni.

Viðburður eins og þessi gerist ekki að sjáflum sér. Að baki honum standa óteljandi klukkustundir sem sjálfboðaliðar hafa ljáð verkefninu, fullt af fyrirtækjum sem hafa lagt til fjármuni eða aðföng og stóðhestaeigendur sem hafa gefið tolla í stóðhestaveltuna. Þá hefur stjórn, skrifstofa, landsliðsnefnd, framkvæmdanefnd, landsliðsþjálfarar og landsliðsknaparnir sjálfir lagt dag við nótt að undirbúa og framkvæma þennan glæsilega viðburð.

Þá héldu Hjörvar og Eysteinn uppi stemningunni með sínum einstöku þulahæfileikum, dómarar frá HÍDÍ og GDLH gáfu vinnu sína og Jonni Kokkur (Jón Ólafur Guðmundsson) sá um að enginn væri svangur.

Á morgun miðvikudaginn, 23. apríl verður dregið í Happdrættinu.

Takk kærlega allir sem komu á staðinn eða studdu við viðburðinn með einhverjum hætti. Án ykkar væri þetta ekki hægt.

 

Eftirtalin fyrirtæki lögðu lóð á vogaskálarnar:

Lífland

Topreiter

Icelandair Cargo

Askja

Bláa Lónið

Verdi Travel

MS

ÓJ&K – ISAM/MUSTAD

KS

CCEP

Hótel Rangá

HorseDay

Protexin Equine Premium

Ellingsen

Elko

Gigja Einars Photography

Ástund

Sign skartgripir

Partý búðin

Esja

DDesign

Fönn

 

Hér má sjá lista yfir alla þá stóðhesta sem tóku þátt í Stóðhestaveltunni: Stóðahestaveltan allir hestarnir í pottinum | Landssamband hestamannafélaga