Teitur Árnason valinn í landsliðið

17.07.2009
Teitur Árnason og Glaður frá Brattholti
Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur hefur valið þriðja ungmennið í íslenska landsliðið sem fer á Heimsmeistaramótið í Sviss. Einar Öder Magnússon landsliðseinvaldur hefur valið þriðja ungmennið í íslenska landsliðið sem fer á Heimsmeistaramótið í Sviss. Landsliðseinvaldur greindi frá því að baráttan hefði verið hörð á milli ungmennanna, þau voru mörg jöfn og ljóst er að Ísland á feikna efnilega unga reiðmenn.

Fyrir valinu varð Teitur Árnason og hestur hans Glaður frá Brattholti.
Teitur kemur úr hestamannafélaginu Fák og hefur verið mjög ötull á keppnisvellinum undanfarin ár með mjög góðum árangri.
Glaður frá Brattholti er undan Tývari frá Kjartansstöðum og heiðursverðlaunahryssunni Perlu frá Kjartansstöðum. Glaður er 1v. stóðhestur með 8,30 í aðaleinkunn, þar af 9,0 fyrir tölt, stökk og vilja og geðslag.

Landssamband hestamannafélaga óskar Teiti til hamingju með landsliðssætið.