Tenór á háu nótunum

28.05.2009
Tenór frá Túnsbergi. Knapi Erlingur Erlingsson.
Tenór frá Túnsbergi fór yfir 9,0 múrinn fyrir hæfileika á Sörlastöðum í gær. Knapi var Erlingur Erlingsson. Meðaleinkunn Tenórs er nú 9,03, en yfirlit er eftir og hann gæti því hækkað sig enn meir ef hann á góðan dag þá. Tenór frá Túnsbergi fór yfir 9,0 múrinn fyrir hæfileika á Sörlastöðum í gær. Knapi var Erlingur Erlingsson. Meðaleinkunn Tenórs er nú 9,03, en yfirlit er eftir og hann gæti því hækkað sig enn meir ef hann á góðan dag þá.

Tenór er undan Garra frá Reykjavík, Orrasyni frá Þúfu og Ísoldar frá Gunnarsholti. Móðir Garra er Staka frá Litlu-Sandvík, sem er undan Gáska frá Hofstöðum og Báru frá Stóra-Hofi, Blæsdóttur frá Sauðárkróki. Að Tenór standa því léttbyggð og hálsfalleg hross, þótt sjálfur sé hann líkur Orra afa sínum að gerð. Hálsinn stuttur og þykkur, en reistur.

Tenór var sýndur sem klárhestur framan af og var í úrvals flokki sem slíkur. Hann hefur nú heldur betur opnað fimmta gírinn og fær 9,0 fyrir skeið. Allar gangtegundir eru þéttar og taktfastar. Viljinn mikill og vinnufús. Tenór er í hópi bestu gæðinga. Ræktendur og eigendur Tenórs eru Gunnar Eiríksson og Magga Brynjólfsdóttir á Túnsbergi.