Þær allra sterkustu á Ístölti æskunnar

10.04.2009
Arna Ýr á Þrótti frá Fróni.
Ístölt æskunnar var haldið í Skautahöllinni í Reykjavík í gærkvöldi. Keppt var í tveimur flokkum, unglingaflokki, 52 skáningar, og ungmennaflokki, 29 skráningar. Sara Sigurbjörnsdóttir varð efst í ungmennaflokki á Jarli frá Syðstu-Fossum, og Arna Ýr Guðnadóttir í unglingaflokki á Þrótti frá Fróni. Ístölt æskunnar var haldið í Skautahöllinni í Reykjavík í gærkvöldi. Keppt var í tveimur flokkum, unglingaflokki, 52 skáningar, og ungmennaflokki, 29 skráningar. Sara Sigurbjörnsdóttir varð efst í ungmennaflokki á Jarli frá Syðstu-Fossum, og Arna Ýr Guðnadóttir í unglingaflokki á Þrótti frá Fróni.

Reiðmennska þeirra Söru og Erlu Ýr þótti framúrskarandi og hestarnir sömuleiðis; sjálfberandi, mjúkir og takthreinir á töltinu. Höfðu menn á orði að þær hefðu sennilega orðið í fyrsta og öðru sæti á Ístölti – Þeir allra sterkustu, ef þær hefðu tekið þátt þar. Mótið gekk afar vel fyrir sig. Að sögn Ágústs Hafsteinssonar, svellstjóra, lét enginn knapi bíða eftir sér, allt gekk eins og smurð vél. Frábær frammistaða hjá unga fólkinu okkar.



Úrslit:

Unglingar:

1 Arna Ýr Guðnadóttir á Þrótti frá Fróni 7,56
2 Agnes Hekla Árnadóttir á Spuna frá Kálfholti 7,17
3 Ragnar Tómasson á Hruna frá Breiðumörk 2, 6,78
4 Erla Katrín Jónsdóttir á Flipa frá Litlu-Sandvík 6,39
5 Edda Hrund Hinriksdóttir á Mist frá Vestri-Leirárgörðum 6,28
6 Arnar Bjarki Sigurðarson á Kamban frá Húsavík 6,11

Ungmenni:

1 Sara Sigurbjörnsdóttir á Jarli frá Syðstu-Fossum 7,78
2 Linda Rún Pétursdóttir á Erni frá Arnarstöðum 7,28
3 Teitur Árnason á Hvini frá Egilsstaðakoti 6,83
4 Viktoría Sigurðardóttir á Kalli frá Dalvík 6,72
5 Camilla Petra Sigurðardóttir á Sveindísi frá Kjarnholtum I 6,67
6 Saga Melbin á Bárði frá Gili 6,33