Þeir allra sterkustu 6. apríl

15.03.2013
Sara Ástþórsdóttir og Díva sigruðu 2012/Dalli.is
Nú að nýloknu glæsilegu töltmóti Meistaradeildarinnar er sannarlega tilhlökkunarefni að fá að sjá eitthvað af þeim gæðingum sem þar komu fram á Ístöltinu – þeir allra sterkustu þann 6. apríl n.k.

Nú að nýloknu glæsilegu töltmóti Meistaradeildarinnar er sannarlega tilhlökkunarefni að fá að sjá eitthvað af þeim gæðingum sem þar komu fram á Ístöltinu – þeir allra sterkustu þann 6. apríl n.k.

Eins og hestamönnum er kunnugt er mótið haldið ár hvert af landsliðsnefnd LH til styrktar landsliði Íslands í hestaíþróttum sem í ár mun halda út á heimsmeistaramótið í Berlín í sumar.

Sú hefð hefur skapast að hluti knapanna eru boðsknapar og aðrir koma á ísinn í gegnum úrtöku. Þeir knapar sem fá boð um þátttöku eru til dæmis sigurvegari Allra sterkustu 2012, Íslandsmeistarar, knapar ársins, Norðurlandameistarar/Heimsmeistarar, Landsmótssigurvegarar og sigurvegari Meistaradeildarinnar 2012.

Úrtakan í ár fer fram laugardaginn 30. mars um kl. 18:00. Skráning og nánari tímasetning auglýst þegar nær dregur.

Stóðhestakynningin er fastur liður á viðburði þessum og jafnan mikil eftirvænting  í loftinu að fá að sjá hátt dæmda stóðhesta eða unga og efnilega spreyta sig á ísnum.

LH hvetur alla til að taka daginn 6. apríl frá og mæta í Skautahöllina í Laugardalnum og sjá glæsileg tilþrif á svellinu!

Landsliðsnefnd LH