Þétt dagskrá Fáksmanna

28.04.2009
Það er þétt dagskrá hjá Fáksmönnum næstu daga og vikur. Þar ber hæst Stórsýningu Fáks í Reiðhöllinni í Víðidal. En fleira skemmtilegt er í vændum, svo sem Hlégarðsreiðin, og svo gæðingamótið sem margir bíða spenntir eftir. Það er þétt dagskrá hjá Fáksmönnum næstu daga og vikur. Þar ber hæst Stórsýningu Fáks í Reiðhöllinni í Víðidal. En fleira skemmtilegt er í vændum, svo sem Hlégarðsreiðin, og svo gæðingamótið sem margir bíða spenntir eftir.

*Hlégarðsreið. Á föstudaginn 1. maí verður riðið í kaffihlaðborð til Harðarmanna í Mosfellsbæ. Safnast verður saman við Reiðhöllina og lagt af stað stundvíslega kl. 13:15. Riðið verður Hólmsheiðin og svo er það frjálst til baka. Okkar bíður glæsilegt kaffihlaðborð hjá þeim Harðarmönnum og einnig skemmtilegur félagsskapur. Þann 18 sl. riðu þeir til okkar í kaffihlaðborð og voru það um hundrað manns með hátt í 200 hesta. Við þurfum að fjölmenna í þennan skemmtilega reiðtúr.

*Nú styttist í Stórsýningu hestamanna í Víðidal. Þessi eftirsótta sýning verður haldin 2. maí næstkomandi í reiðhöllinni í Víðidal. Hestakostur sýningarinnar er hreint frábær, svo dæmi séu nefnd þá mætir Þristur frá Feti hinn eini sanni með afkvæmum, afkvæmi Pyttlu frá Flekkudal munu dansa um gólfið, Mette Mannseth mætir með atriði sem aldrei hefur sést hér áður og Halldór Guðjónsson og Nátthrafn frá Dallandi sá mikli gæðingur, munu sýna listir sínar eins og þeim einum er lagið.
Látið ekki þessa stórskemmtilegu sýningu framhjá ykkur fara, eitthvað fyrir alla. Veislan hefst klukkan 21:00 laugardagskvöldið 2. maí næstkomandi.
Miðasala hefst á morgun miðvikudaginn 29. apríl í reiðhöllinni í Víðidal, einnig verða miðar seldir við inngang á laugardaginn. Forsala og miðapantanir eru á skrifstofu Fáks og í síma 567-2166. Miðaverð 2.000 kr.

*Minnum einnig á bjórkvöldið sem verður haldið eftir Stórsýninguna – skemmtun og gleði fram eftir nóttu.

*Það styttist í Gæðingamót Fáks sem verður haldið þann 7. – 10. maí og verður skráning á það mánudagskvöldið 4. maí í Reiðhöllinni. – nánar auglýst síðar.