Þjálfara og reiðkennara Matrixa FEIF

21.12.2009
Menntanefnd FEIF hefur sett á laggirnar þjálfara og reiðkennara Matrixu FEIF. Tilgangur Matrixunnar er að samræma flokkun á menntastigum í aðildarlöndum FEIF. Menntanefnd FEIF hefur sett á laggirnar þjálfara og reiðkennara Matrixu FEIF. Tilgangur Matrixunnar er að samræma flokkun á menntastigum í aðildarlöndum FEIF. Þar er að finna alla útskrifaða hestafræðinga, tamningamenn og reiðkennara þeirra landa sem taka þátt í verkefninu en þau eru: Austurríki, Belgía, Kanada, Danmörk, Finnland, Frakkland, Þýskaland, Bretland, Ísland, Holland, Noregur, Slóvenía, Svíþjóð, Sviss og USA.

Nú er verið að vinna í því hérlendis að flokka hvern og einn einstakling eftir þeirra menntun á rétt stig Matrixunnar en hún skiptist í 4 stig.  Þeirri vinnu verður vonandi lokið í ársbyrjun 2010.

Þjálfara og reiðkennara Matrixu FEIF er að finna á heimasíðu FEIF, www.feif.org, ásamt stuttri kynningu á Matrixunni.

Matrixan verður nánar kynnt síðar.

Þjálfara og reiðkennara Matrixa FEIF
Kynning á Matrixu FEIF