Æskulýðs- og menntunarnámskeið FEIF

14.09.2015

FEIF heldur alþjóðlegt mennta- og æskulýðsnámskeið fyrir reiðkennara og þjálfara á öllum stigum, og einnig fyrir æskulýðsfulltrúa FEIF landanna, dagana 27. - 29. nóvember 2015.  Námskeiðið fer fram í Weistrach í Austurríki. 

Meginþema námskeiðsins verður kennsla barna, unglinga og ungmenna á mismunandi menntunar- og þjálfunarstigum. T.d. hvaða möguleikar eru fyrir hendi við að skipuleggja áhugaverða verklega þjálfun sem passar hverjum aldurshópi og menntunarstigi fyrir sig og hvernig hægt er að taka á erfiðleikum varðandi þetta sem upp kunna að koma. Ennfremur verður sýnikennsla, bæði í verklegum og bóklegum æfingum, sem síðan verður rædd í umræðuhópum. 

Námskeiðið er opið öllum þjálfurum og reiðkennurum, sem og mennta- og æskulýðsleiðtogum FEIF landanna. 

Sjá nánari upplýsingar í þessu skjali frá FEIF - smellið hér, eða hafið beint samband við skrifstofu FEIF, office@feif.org

Námskeiðsgjald og gisting: um það bil 385 EUR eða um 55.600 kr.  (flug ekki innifalið). 

Skráning þarf að fara fram fyrir 27. október á þar til gerðu formi (sjá skjal í tengli hér að ofan eða hafið samband við skrifstofu LH).